Nýju útlendingalögin: Tilefni til mótmæla eða stormur í vatnsglasi? Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 12:00 Mikil umræða hefur myndast síðustu daga um ný útlendingalög Vísir/Samsett Þann 2. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný lög um útlendinga. Lögin eiga við um alla útlendinga, hvort sem þeir komi til landsins í frí, atvinnuleit, sem hælisleitendur eða flóttafólk. Í gær efndi Íslenska Þjóðfylkingin til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi þar sem þessum nýju útlendingalögum var mótmælt. Skilgreining laganna á útlendingi er einstaklingur sem hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt. Lögin gilda því um alla útlendinga, ekki eingöngu þá sem sækja um pólitískt hæli eða hafa stöðu flóttamanns. Þau gilda einnig um ferðamenn og skiptinema, alla þá erlendu ríkisborgara sem koma til Íslands. Lögin eiga að taka gildi þann 1. janúar 2017.Á vef innanríkisráðuneytisins segir að markmið með endurskoðun langanna sé að koma til móts við þarfir samfélagsins og einstaklinga. Einnig að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni ríki við meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Nýmæli í frumvarpinu eru meðal annars meiri samræming milli laga um útlendinga og laga um atvinnumál útlendinga, dvalarleyfaflokknum var breytt, skilyrði dvalarleyfa voru einfölduð og kaflar um alþjóðlega vernd voru endurskoðaðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun. Áður hafði verið lagt fram frumvarp í janúar 2013 sem ekki hlaut afgreiðslu en var samið í kjölfar skýrslu nefndar sem þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skipaði um málefni útlendinga.Frétt Stöðvar 2 um mótmælin í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Þverpólitísk samstaða Um lögin ríkti þverpólitísk samstaða og fulltrúar allra flokka komu að samningu þess. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, tveir sátu hjá og 15 voru fjarverandi. Þeir þingmenn sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu voru Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, að þær greinar sem helst væru gallaðar væru 33. til 57. grein. Þær greinar laganna taka til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og útgáfu dvalarleyfa. Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær.Vísir/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingnefnd sem samdi frumvarpið. Nefndin hóf störf vorið 2014 en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í apríl síðastliðnum. Ný lög eru 125 greinar og fela í sér endurskoðun og grundvallarbreytingu á uppsetningu á lögum frá árinu 2002. Aðal breytingarnar sem gerðar voru á lögunum voru að þau voru uppfærð til að uppfylla mannréttindasáttmála og barnasáttmála. „Við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svokölluðu hælisleitendur,“ sagði Óttarr í viðtali við fréttastofu þegar frumvarpið var lagt fram. Þá voru reglur um dvalar- og atvinnuleyfi uppfærðar vegna sérfræðniga og annarra sem koma til landsins. Afgreiðsla annarra mála varðandi útlendinga verður einnig færð á einn stað til að stytta afgreiðslutíma mála án þess að fækka stofnunum. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður ræðir við mótmælendur.Margt megi betur fara Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í viðtali við Harmageddon í lok júlí að til að tryggja öryggi Íslendinga þyrfti að beita lokunum á landamæri landsins. „Öfgaliðið, no border liðið, gengur lengra en allt velsæmi biður upp á,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Í sama viðtali sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að margt í frumvarpinu mætti betur fara en að nýju lögin taki til dæmis betur á málefnum barna. Þá gaf hann lítið fyrir gagnrýni að í lögunum væri ekki talað um öryggi ríkisins og benti á að heill kafli væri í lögunum sem heitir Öryggi ríkisins. Þar kom einnig fram að Helgi Hrafn hafi samþykkt lögin á þeim grunni að hægt væri að endurskoða þau síðar. Helgi Hrafn hefur vakið athygli fyrir að hafa stigið út af þingfundi í gær til að ræða við meðlimi Íslensku Þjóðfylkingarinnar um útlendingalögin. Þar sagði hann meðal annars að sú gagnrýni sem fengi mestan hljómgrunn væri ekki á rökum reist. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður á Kvennablaðinu, var á Austurvelli í gær og náði myndbandi af spjalli þingmannsins við mótmælendur.Bæði Helgi Hrafn og Óttarr Proppé hafa bent á að við samningu frumvarpsins var tekið mið af nágrannalöndum og útlendingalöggjöf þeirra.Hver er þín skoðun á málinu? Taktu þátt í könnun Vísis hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00 Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þann 2. júní síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi ný lög um útlendinga. Lögin eiga við um alla útlendinga, hvort sem þeir komi til landsins í frí, atvinnuleit, sem hælisleitendur eða flóttafólk. Í gær efndi Íslenska Þjóðfylkingin til þögulla mótmæla fyrir utan Alþingi þar sem þessum nýju útlendingalögum var mótmælt. Skilgreining laganna á útlendingi er einstaklingur sem hefur ekki íslenskan ríkisborgararétt. Lögin gilda því um alla útlendinga, ekki eingöngu þá sem sækja um pólitískt hæli eða hafa stöðu flóttamanns. Þau gilda einnig um ferðamenn og skiptinema, alla þá erlendu ríkisborgara sem koma til Íslands. Lögin eiga að taka gildi þann 1. janúar 2017.Á vef innanríkisráðuneytisins segir að markmið með endurskoðun langanna sé að koma til móts við þarfir samfélagsins og einstaklinga. Einnig að tryggja að mannúð, jöfnuður og skilvirkni ríki við meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Nýmæli í frumvarpinu eru meðal annars meiri samræming milli laga um útlendinga og laga um atvinnumál útlendinga, dvalarleyfaflokknum var breytt, skilyrði dvalarleyfa voru einfölduð og kaflar um alþjóðlega vernd voru endurskoðaðir í samræmi við alþjóðlega, evrópska og norræna þróun. Áður hafði verið lagt fram frumvarp í janúar 2013 sem ekki hlaut afgreiðslu en var samið í kjölfar skýrslu nefndar sem þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, skipaði um málefni útlendinga.Frétt Stöðvar 2 um mótmælin í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Þverpólitísk samstaða Um lögin ríkti þverpólitísk samstaða og fulltrúar allra flokka komu að samningu þess. 42 þingmenn samþykktu frumvarpið, tveir sátu hjá og 15 voru fjarverandi. Þeir þingmenn sem sátu hjá í atkvæðagreiðslu voru Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, ritari Íslensku Þjóðfylkingarinnar, að þær greinar sem helst væru gallaðar væru 33. til 57. grein. Þær greinar laganna taka til umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og útgáfu dvalarleyfa. Mótmæli og samstöðufundur á Austurvelli í gær.Vísir/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, fór fyrir þverpólitískri þingnefnd sem samdi frumvarpið. Nefndin hóf störf vorið 2014 en frumvarpið var lagt fyrir Alþingi í apríl síðastliðnum. Ný lög eru 125 greinar og fela í sér endurskoðun og grundvallarbreytingu á uppsetningu á lögum frá árinu 2002. Aðal breytingarnar sem gerðar voru á lögunum voru að þau voru uppfærð til að uppfylla mannréttindasáttmála og barnasáttmála. „Við erum að horfa sérstaklega til mansals þegar kemur sérstaklega að umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hina svokölluðu hælisleitendur,“ sagði Óttarr í viðtali við fréttastofu þegar frumvarpið var lagt fram. Þá voru reglur um dvalar- og atvinnuleyfi uppfærðar vegna sérfræðniga og annarra sem koma til landsins. Afgreiðsla annarra mála varðandi útlendinga verður einnig færð á einn stað til að stytta afgreiðslutíma mála án þess að fækka stofnunum. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður ræðir við mótmælendur.Margt megi betur fara Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt frumvarpið. Hann sagði í viðtali við Harmageddon í lok júlí að til að tryggja öryggi Íslendinga þyrfti að beita lokunum á landamæri landsins. „Öfgaliðið, no border liðið, gengur lengra en allt velsæmi biður upp á,“ sagði Jón meðal annars í viðtalinu. Í sama viðtali sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, að margt í frumvarpinu mætti betur fara en að nýju lögin taki til dæmis betur á málefnum barna. Þá gaf hann lítið fyrir gagnrýni að í lögunum væri ekki talað um öryggi ríkisins og benti á að heill kafli væri í lögunum sem heitir Öryggi ríkisins. Þar kom einnig fram að Helgi Hrafn hafi samþykkt lögin á þeim grunni að hægt væri að endurskoða þau síðar. Helgi Hrafn hefur vakið athygli fyrir að hafa stigið út af þingfundi í gær til að ræða við meðlimi Íslensku Þjóðfylkingarinnar um útlendingalögin. Þar sagði hann meðal annars að sú gagnrýni sem fengi mestan hljómgrunn væri ekki á rökum reist. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, blaðamaður á Kvennablaðinu, var á Austurvelli í gær og náði myndbandi af spjalli þingmannsins við mótmælendur.Bæði Helgi Hrafn og Óttarr Proppé hafa bent á að við samningu frumvarpsins var tekið mið af nágrannalöndum og útlendingalöggjöf þeirra.Hver er þín skoðun á málinu? Taktu þátt í könnun Vísis hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00 Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Sjá meira
Þverpólitísk sátt um breytingar á útlendingalögum Innanríkisráðherra mælir í dag fyrir frumvarpi um útlendinga sem samið var af fulltrúum alra flokka á Alþingi. Söguleg niðurstaða að mati formanns nefndarinnar. 20. apríl 2016 14:00
Mótmæli og samstaða á Austurvelli klukkan 15: Ekki boðlegt að mótmæla gegn fólki Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki og hælisleitendum klukkan 15 í dag. Á sama tíma hyggst Íslenska Þjóðfylkingin mótmæla nýjum útlendingalögum. 15. ágúst 2016 11:14
Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?