Guðmundur: Okkar langbesti leikur á leikunum til þessa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2016 22:56 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins. Vísir/AFP Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir. Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Danska handboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Ríó eftir sannfærandi sjö marka sigur á Slóveníum, 37-30, í átta liða úrslitunum í kvöld. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, er þar með að koma landsliði í leiki um verðlaun á Ólympíuleikum í annað skiptið á síðustu þremur Ólympíuleikum en Ísland vann silfur undir hans stjórn á ÓL í Peking 2008. Danir voru með undirtökin frá byrjun og þriggja marka forystu í hálfleik, 16-13. Í seinni hálfleik tók þá Dani aðeins sjö mínútur að koma muninum upp í sjö mörk og eftir það var á brattann að sækja hjá slóvenska liðinu. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við settum þetta upp. Taktíkst vorum við mjög vel undirbúnir og vorum búnir að búa okkur undir þeirra sóknarleik. Mér fannst við leysa stærsta hluta leiksins mjög vel," sagði Guðmundur. „Við fengum ekki markvörslu í byrjun og ég skipti markverðinum út. Það var rétt ákvörðun því Jannick Green kom inn og þá fór þetta að smella," sagði Guðmundur. Niklas Landin varði ekki skot á upphafsmínútum leiksins en Jannick Green kom sterkur inn. „Þetta var mjög öflugur varnarleikur hjá okkur og þeir náðu varla að skora á okkur í mjög langan tíma. Þeir voru með fimmtán mörk ég veit ekki hvað lengi," sagði Guðmundur. „Ég er líka mjög ánægður með sóknarleikinn. Við vorum búnir að undirbúa það að við myndum spila þessa vörn sem og þeir byrjuðu með. Við æfðum sóknarleik á móti henni í gær. Svo vorum við líka búnir að fara yfir 6:0 vörnina þeirra. Við leysum það þegar þeir bökkuðu niður í fyrri hálfleik líka," sagði Guðmundur. „Við vorum búnir að búast við öllu eins og þeir taki tvo úr umferð. Við leystum það en ég þurfti aðeins að hreyfa liðið og taka út menn. Ég tók leikhlé þar og það leystist líka," sagði Guðmundur. „Það er margt sem þarf að gera og þetta er ekki búið fyrr en það er búið," sagði Guðmundur sem slakaði ekkert á allan leikinn þótt danska liðið væri langt yfir. „Þetta er langbesti leikurinn okkar á leikunum. Mér fannst við spila frábæran leik. Það eru margir sem eru að skora mörkin og við erum að skora á fjölbreytilegan hátt, úr hornum, af línu, fyrir utan," sagði Guðmundur. Danir mæta annaðhvort Króatíu eða Pólland í undanúrslitunum á föstudaginn en síðasti leikur átta liða úrslitanna stendur nú yfir.
Handbolti Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira