Sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:05 Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira