Sækist eftir 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Birta Svavarsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 15:05 Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Sjá meira
Guðjón Brjánsson, forstjóri HVE og íbúi á Akranesi, mun sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Guðjóni. Guðjón er fæddur á Akureyri 1955 og lauk þar stúdentsprófi. Þá stundaði hann nám í félagsráðgjöf í Noregi, stjórnunarnám í Bandaríkjunum og lauk svo meistaragráðu í lýðheilsufræðum frá Heilsuháskólanum í Gautaborg 2014. Guðjón hefur starfað í félags- og heilbrigðisþjónustu frá árinu 1979 sem forstöðumaður í öldrunarþjónustu, félagsmálastjóri á Ísafirði og forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, sem er núverandi starf hans. Þá hefur hann verið virkur þátttakandi í félagsstarfi sem tengist heilbrigðis- og velferðarmálum, meðal annars þeim sem tengjast stjórnmálastarfi. Guðjón sat í stjórn Alþýðuflokksfélagsins á Ísafirði á sinni tíð og skipaði 4. sæti á lista Alþýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi til Alþingiskosninga árið 1995. Um þessar mundir er hann formaður félags forstöðumanna sjúkrahúsa á Íslandi, varaformaður Alzheimersamtakanna, og situr í stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og Norræna félagsins á Akranesi. Í tilkynningu sinni segir Guðjón að „við blasi ákall um grundvallarbreytingar í samfélaginu og skiptingu gæða, hvort sem litið er til atvinnuhátta, heilbrigðismála, málefna ungs fólks og menntamála, málefna aldraðra og öryrkja, fjölmargra annarra samfélagsverkefna og ekki síst málefna landsbyggðar sem er mitt stóra hugðarefni.“ Að lokum segist hann munu leggja sitt af mörkum „til að breyta orðræðunni, efla samtalið, vekja áhuga ungs fólks á samfélagsmálum og laða það til aukinnar þátttöku í umræðu um stjórnun landsins með fordómalausum, jákvæðum og glaðværum hætti. Ég mun leggja áherslu á að venjulegt fólk, jafnaðarmenn hvar sem þeir standa í samfélagsstiganum geti fundið sér ákjósanlegan farveg undir okkar merkjum.“ Prófkjörið fer fram 8. – 10. september næstkomandi.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Fleiri fréttir Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Sjá meira