Pulsur og lög María Rún Bjarnadóttir skrifar 19. ágúst 2016 09:53 Tengdalangalangafi Kate Moss, Otto von Bismarck, sagði að lög væru eins og pulsur; það væri vissara að vita ekki hvernig þau eru búin til. Ég fullyrði ekkert um afstöðu pulsugerðarmanna, en hafandi reynslu af undirbúningi lagasetningar held ég að máltækið eigi sjaldan við á Íslandi. Helgi Hrafn þingmaður afhjúpaði í nýlegu vídeói að mótmælendur nýrra útlendingalaga voru ekki alveg búnir að lesa innihaldslýsingu laganna. Mér virtist sem þeir skildu ekki alveg framleiðsluferlið á löggjöf heldur. Á stjr.is eru heimasíður ráðuneyta. Þegar frumvörp eru á undirbúningsstigum eru þau oft kynnt og óskað eftir umsögnum til að breyta þeim eða bæta þau. Það er hægt að bregðast við því. Útlendingalögin hafa verið í vinnslu frá 2011 og um þau eru tugir tilkynninga, fundarboða og frétta á heimasíðu viðkomandi ráðuneytis. Það er hægt að mæta á fundi. Þegar frumvarp er lagt fram á Alþingi er svo hægt að senda viðkomandi þingnefnd formlega umsögn. Þetta er allt á Alþingi.is, sem er besta heimasíða á Íslandi þrátt fyrir að innihalda ýmislegt vafasamt efni. Á Alþingisvefnum er líka frábær leitarvél og þegar rétt mál er fundið er ýtt á hnapp sem heitir ferill málsins. Þá er hægt að sjá ýtarlega innihaldslýsingu á lögum, lýsingu á framleiðsluferlinu og helstu breytingum sem uppskrift laganna hefur tekið. Þessar ábendingar gagnast illa þeim sem tala fyrir skaðlegu innihaldi í lögum. Fyrir þá er líklega betra að fá sér bara pulsu á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tengdalangalangafi Kate Moss, Otto von Bismarck, sagði að lög væru eins og pulsur; það væri vissara að vita ekki hvernig þau eru búin til. Ég fullyrði ekkert um afstöðu pulsugerðarmanna, en hafandi reynslu af undirbúningi lagasetningar held ég að máltækið eigi sjaldan við á Íslandi. Helgi Hrafn þingmaður afhjúpaði í nýlegu vídeói að mótmælendur nýrra útlendingalaga voru ekki alveg búnir að lesa innihaldslýsingu laganna. Mér virtist sem þeir skildu ekki alveg framleiðsluferlið á löggjöf heldur. Á stjr.is eru heimasíður ráðuneyta. Þegar frumvörp eru á undirbúningsstigum eru þau oft kynnt og óskað eftir umsögnum til að breyta þeim eða bæta þau. Það er hægt að bregðast við því. Útlendingalögin hafa verið í vinnslu frá 2011 og um þau eru tugir tilkynninga, fundarboða og frétta á heimasíðu viðkomandi ráðuneytis. Það er hægt að mæta á fundi. Þegar frumvarp er lagt fram á Alþingi er svo hægt að senda viðkomandi þingnefnd formlega umsögn. Þetta er allt á Alþingi.is, sem er besta heimasíða á Íslandi þrátt fyrir að innihalda ýmislegt vafasamt efni. Á Alþingisvefnum er líka frábær leitarvél og þegar rétt mál er fundið er ýtt á hnapp sem heitir ferill málsins. Þá er hægt að sjá ýtarlega innihaldslýsingu á lögum, lýsingu á framleiðsluferlinu og helstu breytingum sem uppskrift laganna hefur tekið. Þessar ábendingar gagnast illa þeim sem tala fyrir skaðlegu innihaldi í lögum. Fyrir þá er líklega betra að fá sér bara pulsu á Austurvelli.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun