Trúa á forystuhlutverk Bandaríkjanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Í nóvember verður ekki aðeins kosinn nýr forseti, heldur verður einnig kosið til þings í Bandaríkjunum. Þingkosningar eru þar á tveggja ára fresti en forsetakosningar á fjögurra ára fresti. vísir/epa Stefnuskrár demókrata og repúblikana, sem samþykktar voru í nýliðnum mánuði, sýna að báðir flokkarnir líta á Bandaríkin sem boðbera frelsis og friðar í heiminum. „Bandaríkin hafa alltaf verið ljósberi vonar fyrir þá sem búa við myrkur alræðisstjórnar, og þannig verður það að vera áfram,“ segir til dæmis í stefnuskrá Repúblikanaflokksins, og sérstök áhersla er lögð á forystu flokksins í þessum efnum: „Repúblikanar hafa verið í fararbroddi við að styðja verkefni sem hafa verndað og bjargað milljónum manna sem eru berskjaldaðastir og sæta mestum ofsóknum.“ Demókratar segja að verðmætamat Bandaríkjamanna veki vonir um heim allan og auki öryggi Bandaríkjanna sjálfra: „Við reynum að tryggja að þau gildi sem ríki okkar var byggt á, þar á meðal trú okkar á það að allir menn séu skapaðir jafnir, endurspeglist í öllu því sem ríkið okkar gerir,“ segir í stefnuskrá flokksins. „Þess vegna munum við styðja friðarviðleitni, vernda lýðræði og berjast í þágu þeirra sem vernda mannréttindi.“Donald Trump á sviðinu í Cleveland eftir að hafa formlega tekið við útnefningu Repúblikanaflokksins.vísir/epa Í stefnuskrám beggja flokkanna er víða vikið að hlutverki Bandaríkjanna í flestum heimshlutum. Hér eru nokkur dæmi.Evrópa og NATO Í stefnuskrá repúblikana er að finna ótvíræðan stuðning við yfirlýsingar Donalds Trump um að stuðningur Bandaríkjanna við NATO sé háður því að Evrópuríkin standi við skuldbindingar sínar um fjárframlög til hervarna. „Úr því að bandaríska þjóðin ver, miðað við höfðatölu, fjórum sinnum meira til varnarmála en Evrópubúar þá krefjumst við þess, eins og við höfum áður gert, að félagar okkar í NATO standi við skuldbindingar sínar og mæti auknum fjárfestingarþörfum sínum í herbúnaði.“ Fullyrt er að það sem til þessa hefur sameinað Bandaríkin og Evrópu, hin sameiginlega saga og sameiginlegt gildismat, sameiginlegir hagsmunir og markmið, séu í hættu vegna efnahagserfiðleika í Evrópu og breytinga á mannfjöldasamsetningu Evrópuríkja. Repúblikanar segjast hins vegar ætla að mæta auknum hernaðarumsvifum Rússa af „þeim sama þrótti sem leiddi af sér hrun Sovétríkjanna. Við munum ekki fallast á neinar landamærabreytingar í Austur-Evrópu sem þröngvað er upp á fólk með valdi, hvorki í Úkraínu, Georgíu né annars staðar.“ Demókratar fordæma hins vegar þessa afstöðu andstæðinga sinna, segja að Donald Trump muni kollvarpa hálfrar aldar gamalli utanríkisstefnu Bandaríkjanna með því að yfirgefa samherja sína í NATO, en leita í staðinn á náðir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Við myndum gera Pútín það ljóst að við erum reiðubúin til að starfa með honum þar sem það er í okkar þágu,“ segir í stefnuskrá demókrata, „en við munum ekki hika við að standa gegn árásarstefnu Rússa. Við munum einnig standa með íbúum Rússlands og beita stjórnvöld þrýstingi til að virða grundvallarréttindi borgaranna.“Ísrael Báðir flokkarnir lofa því að standa þétt við bakið á Ísraelsríki. Demókratar rökstyðja það með því að sterkt og öruggt Ísraelsríki sé lífsnauðsynlegt fyrir Bandaríkin vegna sameiginlegra hagsmuna og sameiginlegs gildismats: „Þess vegna munum við alltaf styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar,“ segir í stefnuskránni, „og standa gegn allri viðleitni til þess að grafa undan stöðu Ísraels, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða í BDS-hreyfingunni,“ en sú hreyfing snýst um að fá einstaklinga, fyrirtæki og ríki til þess að neita að eiga viðskipti við Ísrael, hvetja banka og aðra til þess að fjárfesta ekki í ísraelskum fyrirtækjum og fá ríki til þess að beita Ísrael refsiaðgerðum. Demókratar boða samt áfram stuðning við samninga um tveggja ríkja lausnina, sem myndi „tryggja framtíð Ísraels sem öruggs og lýðræðislegs ríkis gyðinga með viðurkenndum landamærum og sjá Palestínumönnum fyrir sjálfstæði, fullveldi og virðingu.“ Þeir ganga út frá því að Jerúsalem verði „áfram höfuðborg Ísraels, óskipt borg sem allir trúarhópar hefðu aðgang að.“ Repúblikanaflokkurinn ítrekar einnig í sinni stefnuskrá stuðning sinn við Ísrael og ætlar að sjá til þess að Ísrael hafi áfram hernaðaryfirburði gagnvart öllum andstæðingum sínum: „Við styðjum rétt og skyldu Ísraels til þess að verja sig gegn hryðjuverkaárásum og gegn öðrum hernaðaraðferðum sem beitt er gegn Ísrael, hvort sem beitt er lagalegum, efnahagslegum, menningarlegum eða öðrum aðferðum. Við höfnum þeirri ranghugmynd að Ísrael sé hernámsríki og veitum sérstaka athygli því að sniðgöngu-, fjárfestingastöðvunar- og refsiaðgerðahreyfingin er andgyðingleg í eðli sínu og stefnir að því að eyða Ísraelsríki.“ Í stefnuskrá Repúblikanaflokksins er aðeins einu sinni minnst á Palestínu, en það er í tengslum við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Repúblikanar heita því að stöðva öll fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagssamningsins, og vísa til þess að slík framlög séu bönnuð vegna þess að bandarísk lög frá 1994 banna stjórninni að veita fé í stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum sem viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki.Hillary Clinton ásamt varaforsetaefni sínu, Tim Kaine, og mökum þeirra á sviðinu í Philadelphia eftir að hafa tekið við útnefningu Demókrataflokksins.vísir/epaSérstaða Bandaríkjanna Upphaf stefnuskrár Repúblikanaflokksins hljóðar þannig: „Við trúum á sérstöðu Bandaríkjanna. Við trúum því að Bandaríkin séu ólík öllum öðrum löndum á jörðinni.“ Nánari útlistun fylgir strax: „Við trúum því að Bandaríkin séu sérstök vegna sögulegs hlutverks okkar, fyrst sem griðastaðar, síðan sem varnarafls og nú sem fyrirmyndar frelsis heiminum öllum til gaumgæfni.“ Þessi „sérstöðuhyggja“ skín víða í gegn í stefnuskrám beggja flokkanna, ekki bara Repúblikanaflokksins, og ekki síður birtist hún í ræðunum sem fluttar voru á landsþingum þeirra í júlí. „Látið engan segja ykkur að þetta land sé ekki stórkostlegt,” sagði Michelle Obama forsetafrú á sviðinu í Philadelphiu. „Því einmitt núna er þetta stórbrotnasta land á jörðu.“ Með þessu var hún að andmæla loforðum Donalds Trump um að hann ætli sér að endurheimta fyrri reisn Bandaríkjanna, gera þau að stórkostlegu landi á ný. Barack Obama forseti tók í sama streng, þótt ekki hafi hann notað hástig lýsingarorðsins: „Bandaríkin eru nú þegar stórkostleg. Bandaríkin eru nú þegar sterk. Og ég heiti ykkur því að styrkur okkar, mikilfengleiki okkar, er ekki undir Donald Trump kominn.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Stefnuskrár demókrata og repúblikana, sem samþykktar voru í nýliðnum mánuði, sýna að báðir flokkarnir líta á Bandaríkin sem boðbera frelsis og friðar í heiminum. „Bandaríkin hafa alltaf verið ljósberi vonar fyrir þá sem búa við myrkur alræðisstjórnar, og þannig verður það að vera áfram,“ segir til dæmis í stefnuskrá Repúblikanaflokksins, og sérstök áhersla er lögð á forystu flokksins í þessum efnum: „Repúblikanar hafa verið í fararbroddi við að styðja verkefni sem hafa verndað og bjargað milljónum manna sem eru berskjaldaðastir og sæta mestum ofsóknum.“ Demókratar segja að verðmætamat Bandaríkjamanna veki vonir um heim allan og auki öryggi Bandaríkjanna sjálfra: „Við reynum að tryggja að þau gildi sem ríki okkar var byggt á, þar á meðal trú okkar á það að allir menn séu skapaðir jafnir, endurspeglist í öllu því sem ríkið okkar gerir,“ segir í stefnuskrá flokksins. „Þess vegna munum við styðja friðarviðleitni, vernda lýðræði og berjast í þágu þeirra sem vernda mannréttindi.“Donald Trump á sviðinu í Cleveland eftir að hafa formlega tekið við útnefningu Repúblikanaflokksins.vísir/epa Í stefnuskrám beggja flokkanna er víða vikið að hlutverki Bandaríkjanna í flestum heimshlutum. Hér eru nokkur dæmi.Evrópa og NATO Í stefnuskrá repúblikana er að finna ótvíræðan stuðning við yfirlýsingar Donalds Trump um að stuðningur Bandaríkjanna við NATO sé háður því að Evrópuríkin standi við skuldbindingar sínar um fjárframlög til hervarna. „Úr því að bandaríska þjóðin ver, miðað við höfðatölu, fjórum sinnum meira til varnarmála en Evrópubúar þá krefjumst við þess, eins og við höfum áður gert, að félagar okkar í NATO standi við skuldbindingar sínar og mæti auknum fjárfestingarþörfum sínum í herbúnaði.“ Fullyrt er að það sem til þessa hefur sameinað Bandaríkin og Evrópu, hin sameiginlega saga og sameiginlegt gildismat, sameiginlegir hagsmunir og markmið, séu í hættu vegna efnahagserfiðleika í Evrópu og breytinga á mannfjöldasamsetningu Evrópuríkja. Repúblikanar segjast hins vegar ætla að mæta auknum hernaðarumsvifum Rússa af „þeim sama þrótti sem leiddi af sér hrun Sovétríkjanna. Við munum ekki fallast á neinar landamærabreytingar í Austur-Evrópu sem þröngvað er upp á fólk með valdi, hvorki í Úkraínu, Georgíu né annars staðar.“ Demókratar fordæma hins vegar þessa afstöðu andstæðinga sinna, segja að Donald Trump muni kollvarpa hálfrar aldar gamalli utanríkisstefnu Bandaríkjanna með því að yfirgefa samherja sína í NATO, en leita í staðinn á náðir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Við myndum gera Pútín það ljóst að við erum reiðubúin til að starfa með honum þar sem það er í okkar þágu,“ segir í stefnuskrá demókrata, „en við munum ekki hika við að standa gegn árásarstefnu Rússa. Við munum einnig standa með íbúum Rússlands og beita stjórnvöld þrýstingi til að virða grundvallarréttindi borgaranna.“Ísrael Báðir flokkarnir lofa því að standa þétt við bakið á Ísraelsríki. Demókratar rökstyðja það með því að sterkt og öruggt Ísraelsríki sé lífsnauðsynlegt fyrir Bandaríkin vegna sameiginlegra hagsmuna og sameiginlegs gildismats: „Þess vegna munum við alltaf styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar,“ segir í stefnuskránni, „og standa gegn allri viðleitni til þess að grafa undan stöðu Ísraels, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða í BDS-hreyfingunni,“ en sú hreyfing snýst um að fá einstaklinga, fyrirtæki og ríki til þess að neita að eiga viðskipti við Ísrael, hvetja banka og aðra til þess að fjárfesta ekki í ísraelskum fyrirtækjum og fá ríki til þess að beita Ísrael refsiaðgerðum. Demókratar boða samt áfram stuðning við samninga um tveggja ríkja lausnina, sem myndi „tryggja framtíð Ísraels sem öruggs og lýðræðislegs ríkis gyðinga með viðurkenndum landamærum og sjá Palestínumönnum fyrir sjálfstæði, fullveldi og virðingu.“ Þeir ganga út frá því að Jerúsalem verði „áfram höfuðborg Ísraels, óskipt borg sem allir trúarhópar hefðu aðgang að.“ Repúblikanaflokkurinn ítrekar einnig í sinni stefnuskrá stuðning sinn við Ísrael og ætlar að sjá til þess að Ísrael hafi áfram hernaðaryfirburði gagnvart öllum andstæðingum sínum: „Við styðjum rétt og skyldu Ísraels til þess að verja sig gegn hryðjuverkaárásum og gegn öðrum hernaðaraðferðum sem beitt er gegn Ísrael, hvort sem beitt er lagalegum, efnahagslegum, menningarlegum eða öðrum aðferðum. Við höfnum þeirri ranghugmynd að Ísrael sé hernámsríki og veitum sérstaka athygli því að sniðgöngu-, fjárfestingastöðvunar- og refsiaðgerðahreyfingin er andgyðingleg í eðli sínu og stefnir að því að eyða Ísraelsríki.“ Í stefnuskrá Repúblikanaflokksins er aðeins einu sinni minnst á Palestínu, en það er í tengslum við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Repúblikanar heita því að stöðva öll fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagssamningsins, og vísa til þess að slík framlög séu bönnuð vegna þess að bandarísk lög frá 1994 banna stjórninni að veita fé í stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum sem viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki.Hillary Clinton ásamt varaforsetaefni sínu, Tim Kaine, og mökum þeirra á sviðinu í Philadelphia eftir að hafa tekið við útnefningu Demókrataflokksins.vísir/epaSérstaða Bandaríkjanna Upphaf stefnuskrár Repúblikanaflokksins hljóðar þannig: „Við trúum á sérstöðu Bandaríkjanna. Við trúum því að Bandaríkin séu ólík öllum öðrum löndum á jörðinni.“ Nánari útlistun fylgir strax: „Við trúum því að Bandaríkin séu sérstök vegna sögulegs hlutverks okkar, fyrst sem griðastaðar, síðan sem varnarafls og nú sem fyrirmyndar frelsis heiminum öllum til gaumgæfni.“ Þessi „sérstöðuhyggja“ skín víða í gegn í stefnuskrám beggja flokkanna, ekki bara Repúblikanaflokksins, og ekki síður birtist hún í ræðunum sem fluttar voru á landsþingum þeirra í júlí. „Látið engan segja ykkur að þetta land sé ekki stórkostlegt,” sagði Michelle Obama forsetafrú á sviðinu í Philadelphiu. „Því einmitt núna er þetta stórbrotnasta land á jörðu.“ Með þessu var hún að andmæla loforðum Donalds Trump um að hann ætli sér að endurheimta fyrri reisn Bandaríkjanna, gera þau að stórkostlegu landi á ný. Barack Obama forseti tók í sama streng, þótt ekki hafi hann notað hástig lýsingarorðsins: „Bandaríkin eru nú þegar stórkostleg. Bandaríkin eru nú þegar sterk. Og ég heiti ykkur því að styrkur okkar, mikilfengleiki okkar, er ekki undir Donald Trump kominn.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira