Regnbogafáni málaður á húsvegg í Strandgötu í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2016 15:31 Strandgata 4. Mynd/Hafnarfjarðarbær Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30