Regnbogafáni málaður á húsvegg í Strandgötu í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 3. ágúst 2016 15:31 Strandgata 4. Mynd/Hafnarfjarðarbær Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Regnbogafáni hefur verið málaður á vegg hússins við Strandgötu 4 í tilefni Hinsegin daga sem hófust í gær. Í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni segir að Hafnarfjarðarbær sé með þessu að fagna fjölbreytileikanum og koma upp minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegins fólks og áminningu um áframhaldandi baráttu fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum fyrir alla. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bersann – félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Í tilkynningunni segir að Hafnarfjarðarbær hafi tekið virkan þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga síðustu ár og muni í ár ganga undir slagorðinu: „Mannkynið er okkar kynþáttur. Ást er okkar trú.“ Um þrjátíu ungmenni á aldrinum fimmtán til 22 ára munu leiða framlag bæjarins til göngunnar og það undir stjórn Jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir að bærinn hafi í fyrra rutt veginn með samningi við Samtökin ´78 um fræðslustarf sem hafi það að markmiði að auka þjónustu við nemendur og starfsfólk grunnskóla með fræðslu um málefni hinsegins fólks á grunni jafnréttis og sjálfsagðra mannréttinda. „Fræðslan hefst í grunnskólum Hafnarfjarðar nú á haustmánuðum. Í Gleðigöngunni í ár ætlum við að fagna sýndum árangri og vekja fólk til umhugsunar með innihaldsríku slagorði sem færir boðskap sem allir geta tekið til sín og tileinkað sér,“ segir Haraldur.Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í höndum jafningjafræðslunnar Competo ásamt listahópi og skapandi sumarstörfum hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Hér má sjá hópinn með bæjarstjóra Hafnafjarðarbæjar, fræðslustjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Vinnuskóla Hafnarfjarðar.Mynd/Hafnarfjarðarbær
Hinsegin Tengdar fréttir Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00 Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Sjá meira
Guðni Th. brýtur blað með þátttöku í Gleðigöngunni Þetta er í fyrsta sinn sem forseti Íslands tekur þátt í dagskrá Hinsegin daga. 2. ágúst 2016 07:00
Páll Óskar verður silfraður vængjaður einhyrningur á GayPride Páll Óskar er nú að undirbúa heljarinnar veislu fyrir gönguna á laugardaginn. 2. ágúst 2016 13:30