Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 14:42 Rúnar Gíslason mynd/sunna gautadóttir phtography „Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
„Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira