Körfubolti

Haukar fá Bandaríkjamann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brown, til vinstri, í leik með sínum skóla í vetur.
Brown, til vinstri, í leik með sínum skóla í vetur. vísir/getty
Haukar hafa samið við Bandaríkjamanninn Aaron Brown um að leika með liðinu í Dominos-deild karla, en Brown kemur í stað Brandon Mobley sem lék með Haukunum í vetur.

Brown kemur frá St. Joseph skólanum, en skólinn vann Atlantic 10 deildina og tók þátt í March Madness sem er úrslitakeppni háskólakörfuboltans. Þar duttu þeir út fyrir Oregon í 32-liða úrslitum.

Brown, sem er ætlað að spila margar stöður á vellinum hjá Haukunum í vetur, var þriðji stigahæsti leikmaður hjá sínum skóla í vetur, en sá stigahæsti Deandry Bembry, var valinn af Atlanta Hawks í nýliðavalinu í sumar.

Kári Jónsson er farinn frá Haukunum í skóla í Bandaríkjunum og Kristinn Marinósson er farinn í ÍR. Í tilkynningu á heimasíðu Hauka segir að nýji Bandaríkjamaðurinn sé ætlað að fylla það stóra skarð sem Kári skilur eftir sig.

Einnig er sagt á heimasíðu Hauka að Hafnarfjarðarliðið ætli að bæta við sig einum sterkum íslenskum leikmanni til viðbótar og muni það verða tilkynnt fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×