Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad: „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er“ Birta Svavarsdóttir skrifar 8. ágúst 2016 14:34 Ibtihaj Muhammad er fyrsta bandaríska íþróttakonan sem keppir á Ólympíuleikunum íklædd hijab. Vísir/Getty Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum. Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Skylmingakonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd Bandaríkjanna íklædd hijab, hefðbundinni höfuðslæðu múslimakvenna. Muhammad, sem er fædd og uppalin í New Jersey í Bandaríkjunum, hefur verið hluti af bandaríska landsliðinu í skylmingum síðan 2010 og er sem stendur í áttunda sæti yfir bestu skylmingakonur heims og í öðru sæti í Bandaríkjunum. Þá hefur hún einnig kennt forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, skylmingar. Í samtali við BBC Sport segist Muhammad vera spennt að skora á þær staðalímyndir sem fólk hefur um konur og íslam. Hún segir það vera sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar innan stjórnmálaumhverfis Bandaríkjanna í dag, en Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, hefur í kosningabaráttu sinni meðal annars sagst vilja láta reka alla múslima úr landi. Muhammad segir að það ríki mikill misskilningur í heiminum varðandi íslam. Til að mynda sé það val hvers og eins að ganga með slæðu. „Að klæðast hijab er stór hluti af því hver ég er, og minnir mig á mikilvægi þess að vera í tengslum við trú mína og uppruna. Þetta er mitt persónulega val.“ Ibtihaj Muhammad var útnefnd af tímaritinu Time sem einn af 100 áhrifamestu einstaklingum ársins 2016. Þá hefur henni einnig verið líkt við bandaríska boxarann og mannréttindatalsmanninn Muhammad Ali, en hann lést nú fyrr á árinu. Ibtihaj Muhammad keppir fyrir hönd bandaríska skylmingalandsliðsins í dag, 8. ágúst, í Ríó. Hér að neðan má sjá viðtal við Ibtihaj hjá bandaríska spjallþáttastjórnandanum og grínistanum Stephen Colbert. Þau munda einnig sverðin og takast á í bráðskemmtilegum bardaga þar sem stutt er í grínið hjá þeim báðum.
Donald Trump Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira