Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Þróttur 1 - Stjarnan 1 | Stjarnan missti af tækifærinu til að komast á toppinn Ingvar Haraldsson skrifar 8. ágúst 2016 18:15 Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/hanna Stjarnan og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum í kvöld. Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn. Þróttarar sköpðu þó oft hættu með flottum skyndisóknum. Sörensen kom Þrótti yfir eftir flottan sprett Acoff upp kantinn á 18. mínútu. Hilmar Árni jafnaði metin úr vítaspyrnu á 33. mínútu og þar við sat. Stjarnan hefði komist á toppinn með sigri FH í kvöld. Stjarnan tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn en Þróttur fer á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn en tókst ekki að nýta sér góðar stöður sem liðið komst í oft á tíðum. Fjöldi hornspyrna og aukaspyrna Hilmars Árna endaði annað hvort í fanginu á Arnari Darra eða var skallaður í burtu. Þá fengu Stjörnumenn nokkur stórhættuleg færi sem ekki tókst að nýta. Þróttarar áttu fjölda hættulegra skyndisóknar og hin líflegi Acoff olli miklum usla í vörn Stjörnunnar, og lagði upp mark sinna manna. Fótbolti er yfirleitt sanngjörn íþrótt og Stjörnumenn geta ekki kvartað á meðan þeir skora ekki úr þeim færum sem þeir fá.Hvað gekk vel? Arnar Darri var frábær í markinu og greip hverja fyrirgjöfina og hvert skotið á fætur öðru í leiknum. Varnarleikur Þróttar gekk á heildina litið ágætlega þó Stjörnumenn hafi oft komist í ágætis stöður á vellinum. Acoff og Sörensen voru hættulegri þegar Þrótti tókst að sækja hratt, þegar lið Stjörnunnar var mest allt komið fram völlinn. Hjá Stjörnunni spilaði Heiðar Ægisson einna best djúpur á miðjunni enda gáfu Þróttarar honum mikið pláss til að athafna sig í. Honum tókst að dreifa boltanum ágætlega milli kanta. Liði Stjörnunnar tókst oft á tíðum að láta boltann ganga vel en mistókst að gera sér mat úr fínum færum.Hvað gekk illa?Stjörnunni tókst ekki að nýta sín færi í kvöld, Guðjón Baldvinsson fékk nokkur og Hólmbert Aron að minnsta kosti eitt dauðafæri eftir að hann kom inn á. Þá fór Dion Acoff oft illa með Hörð Árnason á kantinum. Kollegi Harðar í bakverði Þróttar Baldvin Sturluson missti boltann líka oft klaufalega í vörninni. Hins vegar voru aukaspyrnur og hornspyrnur Hilmars Árna vonbrigði kvöldsins, enda varð sjaldan eitthvað úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í toppbaráttunni. Liðið er stigi á eftir FH og tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn. Þróttur er hins vegar enn límt við botninn, 9 stigum frá öruggu sæti. Þróttarar fara á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þokkalega sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirGreg Ryder: Dómarnir hljóta að fara að falla með okkur„Við spiluðum vel, líkt og gegn KR og Víkingi. Í þeim leikjum náðum við ekki úrslitum en í kvöld náðum við þeim úrslitum sem við áttum skilið,” segir Greg Ryder þjálfari Þróttar, sem enn er fullviss um að liðinu takist að halda sér uppi. Björgvin Stefánsson framherji Þróttar skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu við mikil mótmæli leikmanna Þróttar. Ryder segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. Hann segir að honum hafi í síðust leikjum fundið dómara á köflum hafa farið illa með sína menn, dómararnir hljóti að fara að falla með hans mönnum.Rúnar Páll: Ekki nógu góðir fyrir framan markiðRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir frammistaða liðsins hafi verið ágæt út á velli en ekki nógu góð fyrir framan markið. Þá hafi liðið ekki nýtt nógu vel aukaspyrnur, hornspyrnur og fyrirgjafir í leiknum.Jóhann Laxdal segir Stjörnuna ætla að vera á toppnum á réttum tíma, þegar deildinni lýkur.Rúnar Páll segir það hafa verið viss vonbrigði að hafa ekki unnið leikinni. „Það eru alltaf vonbrigði að vinna ekki leiki.“ En liðið hafi fengið fjölda tækifæra til að skora. „En því miður gekk það ekki í dag“Jóhann Laxdal: Þarf bara að vera á réttum tíma á toppnumJóhann Laxdal, varnarjaxl Stjörnunnar, segir að lið hans hafi verið ágætt á köflum í kvöld en smá ákefð hefði vantað inn í teignum eftir 1-1 jafntefli við Þrótt í kvöld. Liðið hafi hins vegar misst dampinn í seinni hálfleik eftir að hafa látið hann ganga vel framan af leik. Ekki hafi gengið nógu vel að opna vörn Þróttar til að fá afgerandi færi. Jóhann segir það viss vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu eftir tap FH í kvöld en sigur hefði fleytt Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar. „Það eru alltaf vonbrigði að komast ekki á toppi þegar tækifæri er til en það þarf bara að vera á réttum tíma á toppnum og það er það sem við ætlum okkur að gera.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Stjarnan og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Laugardalnum í kvöld. Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn. Þróttarar sköpðu þó oft hættu með flottum skyndisóknum. Sörensen kom Þrótti yfir eftir flottan sprett Acoff upp kantinn á 18. mínútu. Hilmar Árni jafnaði metin úr vítaspyrnu á 33. mínútu og þar við sat. Stjarnan hefði komist á toppinn með sigri FH í kvöld. Stjarnan tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn en Þróttur fer á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Af hverju endaði leikurinn með jafntefli?Stjörnumenn lágu á Þrótti mest allan leikinn en tókst ekki að nýta sér góðar stöður sem liðið komst í oft á tíðum. Fjöldi hornspyrna og aukaspyrna Hilmars Árna endaði annað hvort í fanginu á Arnari Darra eða var skallaður í burtu. Þá fengu Stjörnumenn nokkur stórhættuleg færi sem ekki tókst að nýta. Þróttarar áttu fjölda hættulegra skyndisóknar og hin líflegi Acoff olli miklum usla í vörn Stjörnunnar, og lagði upp mark sinna manna. Fótbolti er yfirleitt sanngjörn íþrótt og Stjörnumenn geta ekki kvartað á meðan þeir skora ekki úr þeim færum sem þeir fá.Hvað gekk vel? Arnar Darri var frábær í markinu og greip hverja fyrirgjöfina og hvert skotið á fætur öðru í leiknum. Varnarleikur Þróttar gekk á heildina litið ágætlega þó Stjörnumenn hafi oft komist í ágætis stöður á vellinum. Acoff og Sörensen voru hættulegri þegar Þrótti tókst að sækja hratt, þegar lið Stjörnunnar var mest allt komið fram völlinn. Hjá Stjörnunni spilaði Heiðar Ægisson einna best djúpur á miðjunni enda gáfu Þróttarar honum mikið pláss til að athafna sig í. Honum tókst að dreifa boltanum ágætlega milli kanta. Liði Stjörnunnar tókst oft á tíðum að láta boltann ganga vel en mistókst að gera sér mat úr fínum færum.Hvað gekk illa?Stjörnunni tókst ekki að nýta sín færi í kvöld, Guðjón Baldvinsson fékk nokkur og Hólmbert Aron að minnsta kosti eitt dauðafæri eftir að hann kom inn á. Þá fór Dion Acoff oft illa með Hörð Árnason á kantinum. Kollegi Harðar í bakverði Þróttar Baldvin Sturluson missti boltann líka oft klaufalega í vörninni. Hins vegar voru aukaspyrnur og hornspyrnur Hilmars Árna vonbrigði kvöldsins, enda varð sjaldan eitthvað úr þeim.Hvað gerist næst? Stjarnan heldur áfram í toppbaráttunni. Liðið er stigi á eftir FH og tekur á móti KR á Samsung vellinum á mánudaginn. Þróttur er hins vegar enn límt við botninn, 9 stigum frá öruggu sæti. Þróttarar fara á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik verður andstæðingurinn.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þokkalega sáttur með sína menn í kvöld.Vísir/ErnirGreg Ryder: Dómarnir hljóta að fara að falla með okkur„Við spiluðum vel, líkt og gegn KR og Víkingi. Í þeim leikjum náðum við ekki úrslitum en í kvöld náðum við þeim úrslitum sem við áttum skilið,” segir Greg Ryder þjálfari Þróttar, sem enn er fullviss um að liðinu takist að halda sér uppi. Björgvin Stefánsson framherji Þróttar skoraði mark sem dæmt var af vegna rangstöðu við mikil mótmæli leikmanna Þróttar. Ryder segist ekki hafa séð atvikið nógu vel. Hann segir að honum hafi í síðust leikjum fundið dómara á köflum hafa farið illa með sína menn, dómararnir hljóti að fara að falla með hans mönnum.Rúnar Páll: Ekki nógu góðir fyrir framan markiðRúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir frammistaða liðsins hafi verið ágæt út á velli en ekki nógu góð fyrir framan markið. Þá hafi liðið ekki nýtt nógu vel aukaspyrnur, hornspyrnur og fyrirgjafir í leiknum.Jóhann Laxdal segir Stjörnuna ætla að vera á toppnum á réttum tíma, þegar deildinni lýkur.Rúnar Páll segir það hafa verið viss vonbrigði að hafa ekki unnið leikinni. „Það eru alltaf vonbrigði að vinna ekki leiki.“ En liðið hafi fengið fjölda tækifæra til að skora. „En því miður gekk það ekki í dag“Jóhann Laxdal: Þarf bara að vera á réttum tíma á toppnumJóhann Laxdal, varnarjaxl Stjörnunnar, segir að lið hans hafi verið ágætt á köflum í kvöld en smá ákefð hefði vantað inn í teignum eftir 1-1 jafntefli við Þrótt í kvöld. Liðið hafi hins vegar misst dampinn í seinni hálfleik eftir að hafa látið hann ganga vel framan af leik. Ekki hafi gengið nógu vel að opna vörn Þróttar til að fá afgerandi færi. Jóhann segir það viss vonbrigði að hafa ekki náð toppsætinu eftir tap FH í kvöld en sigur hefði fleytt Stjörnunni í efsta sæti deildarinnar. „Það eru alltaf vonbrigði að komast ekki á toppi þegar tækifæri er til en það þarf bara að vera á réttum tíma á toppnum og það er það sem við ætlum okkur að gera.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira