Lagerbäck: Leikmenn vilja ekki heyra þegar þeir eru ófaglegir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júlí 2016 13:00 Lagerbäck á blaðamannafundi í Annecy í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Lars Lagerbäck, fráfarandi landsliðsþjálfari, segir að hann hafi notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins. Þetta segir hann í samtali við Vísi. Nærtækasta dæmið er þegar hann sagði frá því á blaðamannafundi í Annecy, á meðan EM í Frakklandi stóð, að leikmenn hefðu komið of seint í kvöldmat skömmu eftir sigurinn á Englandi í 16-liða úrslitum. „Besta leiðin til að fá leikmenn á tærnar er að segja að hann sé ekki 100 prósent fagmannlegur,“ segir Lagerbäck. „Leikmenn vilja ekki heyra það.“ „Ég hef notað nokkur smáatriði, til dæmis eins og þegar leikmenn mættu 20-25 mínútum of seint í mat. Mér fannst það vanvirðing,“ segir hann enn fremur en málið var tekið fyrir á liðsfundi daginn fyrir umræddan blaðamannafund. Hann segir þó að gleymska sé eðlilegur þáttur þegar um svona stóran hóp ræðir og að málið hafi ekki alvarlegt. „Gleymska er ekki afsökun en það er mannlegt að gleyma hlutum. Það geri ég líka sjálfur,“ segir hann og bætir við að hann hafi stundum notað fjölmiðla til að koma ákveðnum skilaboðum til skila, bæði til leikmanna og einnig andstæðinga. „Ég reyni að gera það af og til. Ef mér finnst það góð hugmynd þá geri ég það,“ segir Lagerbäck en ummæli hans um leikaraskap Pepe og Cristiano Ronaldo fyrir leik Íslands og Portúgals vöktu athygli. „Ég vildi koma þessu út. Ef maður talar um svona lagað þá getur maður haft áhrif - á leikmenn, dómara og þá sem stýra dómgæslu. Varðandi dæmið með Portúgal þá fékk ég meira að segja viðbrögð frá þjálfara Portúgals. Tilgangurinn var að fá viðbrögð og ég fékk viðbrögð. Mér fannst það ganga ágætlega.“ Og virkaði þetta að þínu mati? „Ég sá ekki mikið af leikaraskap í leiknum okkar gegn Portúgal. Kannski að þetta hafði einhver áhrif.“Ítarlegt viðtal Fréttablaðsins við Lars Lagerbäck, sem birtist laugardaginn 16. júlí, má sjá hér fyrir neðan. Næstu daga á Vísi verður áfram rætt við Lagerbäck um ýmis mál sem snerta íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, EM í Frakklandi og stöðu íþróttarinnar á Íslandi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00 Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00 Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45 Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Horfir á fótbolta þegar aðrir hitta vini og vandamenn Starf knattspyrnuþjálfarans hefur bitnað á félagslífi Lars Lagerbäck alla tíð. 16. júlí 2016 10:00
Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla 16. júlí 2016 08:00
Viðræður um bónusgreiðslur til landsliðsmanna drógust á langinn Landsliðsþjálfararnir þurftu að ýta á eftir niðurstöðu svo að málið myndi ekki flækjast fyrir á EM í Frakklandi. 19. júlí 2016 13:45
Lagerbäck: Starfsfólk KSÍ er ofhlaðið vinnu Lars Lagerbäck segir að það væri hægt að vinna fagmannlegar að þeim verkefnum sem tekist er á við innan veggja KSÍ. 18. júlí 2016 12:00