Ísland tapaði fyrsta leiknum sínum en hefur síðan unnið Rússland, Eistland og Pólland í einni runu. Pólverjar og Rússa voru taplausir þegar kom að leikjum þeirra við íslensku strákanna.
Finnur Freyr Stefánsson og lærisveinar hans hafa mikla reynslu úr meistaraflokksbolta frá því í Domino´s deildinni þar sem þeir spila margir stór hlutverki.
Allir þrír leikirnir hafa unnist eftir mikla spennu í lokin en strákarnir eru með taugarnar í lagi og hafa gert það sem til þurfti til að vinna þrjá flotta sigra á miklum körfuboltaþjóðum.
Það var líka mikil stemmning í klefanum hjá strákunum eftir sigurleikinn á móti Póllandi í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan.
U20 inni í klefa eftir glæsilegan sigur gegn Pólandi #dominos365 #korfubolti @korfuboltakvold pic.twitter.com/AIpNIzGshD
— lig.Birnir (@meiddur) July 20, 2016