Fjórtán þingmenn sagst ætla að hætta Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. júlí 2016 07:00 Áform núverandi þingmanna fyrir næstu kosningar Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þrátt fyrir að enn hafi kjördagur fyrir alþingiskosningarnar ekki verið ákveðinn eru stjórnmálaflokkarnir í óðaönn að undirbúa kosningabaráttu sína. Flestir hafa stjórnmálaflokkarnir ákveðið hvernig valið verður á lista. Þegar hafa tæplega níutíu manns ákveðið að taka þátt í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Pírata brýnir fyrir stjórnvöldum að ákveða dagsetningu. „Það er agalegt að vinna í þessum aðstæðum. Við erum búin að ráða kosningastjóra og þessi óvissa hamlar mér í mínum störfum og honum í hans störfum. Þannig að við ítrekum það að við viljum að dagsetning kosninga verði gefin upp sem fyrst,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir. Undir þessa áskorun tekur Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar. „Maður veit bara ekkert um það, hvort það verða yfirleitt kosningar,“ segir hann. Ljóst er að þó nokkrar mannabreytingar verða á Alþingi. Samkvæmt samantekt Fréttablaðsins ætla fjórtán þingmenn af 63 ekki að gefa kost á sér á framboðslista fyrir kosningarnar. Það eru Brynhildur Pétursdóttir, Róbert Marshall, Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Páll Jóhann Pálsson, Sigrún Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Katrín Júlíusdóttir, Kristján L. Möller og Ögmundur Jónasson. Þó hafa mun fleiri, eða 34, sagt í samtali við Fréttablaðið eða upplýst annars staðar opinberlega að þau muni gefa kost á sér. Aðrir hafa ekki gefið upp afstöðu sína. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, er sá þingmaður sem lengst hefur setið á Alþingi. Þegar hefur verið gengið frá því að hann muni skipa fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gefur einnig kost á sér. Össur er næstur Steingrími í starfsaldursröð. Össur býst við því að kosið verði um hvort þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið, en einnig um hvort halda eigi áfram með nýja stjórnarskrá. „Það verður líka kosið um heilbrigðismál og sömuleiðis um velferðarmál með áherslu á húsnæðismál ungs fólks og aukinn lífeyri til aldraðra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira