Írar trúa varla að þeir hafi unnið FH: „Í landi álfa og dverga spilaði Dundalk eins og risi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Írarnir fögnuðu ótrúlegum „sigri“ vísir/eyþór Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00
Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30
Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27