Írar trúa varla að þeir hafi unnið FH: „Í landi álfa og dverga spilaði Dundalk eins og risi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 10:30 Írarnir fögnuðu ótrúlegum „sigri“ vísir/eyþór Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Írska liðið Dundalk gerði góða ferð í Hafnarfjörð í gærkvöldi og batt þar enda á Evrópudrauma FH þetta tímabilið. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir 2-2 jafntefli og mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. FH byrjaði leikinn mun betur og var miklu betra liðið í fyrri hálfleik. Heimamenn voru 1-0 yfir eftir 45 mínútur en írska liðið gerði taktíska breytingu í hálfleiknum og valtaði yfir Íslandsmeistarana í seinni hálfleik. Það komst í 2-1 á fyrsta korterinu sem dugði til að komast áfram. Jöfnunarmark Kristjáns Flóka Finnbogasonar var ekki nóg fyrir heimamenn. Skrifað er um leikinn í Írlandi sem gríðarlegt afrek en á írsku fréttasíðunni Independent.ie er talað um sigurinn í samhengi við tíu fræknustu sigra írskra liða í Evrópukeppnum frá upphafi.Fögnuðu Dundalk-manna í leikslok var einlægur.vísir/eyþórÁlfar, dvergar og risar Í umfjöllun sama miðils um leikinn sjálfan segir að leikmenn Dundalk hafi spilað eins og risar í landi álfa og dverga og að liðið hafi tekið risastórt skref í rétta átt. Stuðningsmenn Dundalk sungu í stúkunni í 45 mínútur eftir leik og ætluðu ekki að trúa eigin augum en fæstir stuðningsmanna gestaliðsins bjuggust við því að leggja Íslandsmeistarana að velli. Mikið er fjallað um peningana sem nú streyma til Dundalk fyrir að komast áfram en liðið hefur í heildina safnað sér 1,2 milljónum punda í verðlaunafé. Framherjinn David McMillan skoraði bæði mörk Dundalk en hann fær forsíðu The Irish Times með fyrirsögninni „Mc1.2Million“Irish Mirror skrifar svo um að ljós Dundalk hafi skinið skærast í landinu þar sem sólin aldrei sest er írska liðið komst áfram í Meistaradeildinni á ótrúlegan hátt. Þetta virðist svo sannarlega vera stórmál á Írlandi og segir sitt um hversu svekkjandi þessi úrslit eru fyrir Íslandsmeistara FH.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00 Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30 Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Dundalk 2-2 | FH-ingar úr leik FH-ingar eru úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 2-2 jafntefli við írska liðið Dundalk í Kaplakrika í kvöld. 20. júlí 2016 22:00
Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Íslandsmeistararnir eru öruggir með tvö Evrópueinvígi til viðbótar takist þeim að klára Írana og það gefur í kassann. 20. júlí 2016 11:30
Heimir: Þeir átu upp miðjuna hjá okkur Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur hvernig hans menn spiluðu úr sínum spilum í leiknum gegn Dundalk í kvöld. 20. júlí 2016 21:27