Íslenska tuttugu ára landsliðið mætir Georgíu í kvöld í átta liða úrslitum B-deildar EM í körfubolta sem fer fram þessa dagana í Grikklandi.
Strákarnir hafa komið sterkir til baka eftir tap í fyrsta leik og unnið þrjá síðustu leiki sína á móti Rússlandi, Eistlandi og Póllandi. Vinni strákarnir leikinn í kvöld mæta þeir annaðhvort Grikklandi eða Bosníu í undanúrslitunum.
Jón Axel Guðmundsson og Kári Jónsson voru báðir meðal stigahæstu leikmanna riðlakeppninnar sem lauk á miðvikdagskvöldið. Jón Axel kemur úr Grindavík en Kári úr Haukum. Þeir eru báðir á leiðinni út í bandarískan háskóla.
Jón Axel varð í 2. sæti yfir stighæstu leikmenn riðlakeppninnar með 17,8 stig í leik en Kári varð í fjórða sæti með 16,3 stig í leik.
Jón Axel var líka í 5. sæti í stoðsendingum (4.8 í leik) og í 3. sæti í stolnum boltum (3,3). Hann er einnig inn á topp tuttugu í fráköstum eða í 18. sæti með 7,3 fráköst að meðaltali í leik.
Miðherjinn Tryggvi Hlinason úr Þór Akureyri er í tíunda sæti í fráköstum með 8,5 fráköst í leik en hann er að taka 14,5 fráköst á hverjar 40 mínútur. Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er síðan í þrettánda sæti í fráköstum með 7,8 í leik.
Leikur Íslands og Georgíu hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Þegar strákarnir hefja leik í kvöld þá vita þeir hvað bíður þeirra í næsta leik ef þeir slá út Georgíumenn. Leikur Grikklands og Bosníu fer fram á undan íslenska leiknum.
Ísland á tvo af fjórum stigahæstu mönnum mótsins í Grikklandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn




Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn