Ætlar að binda endi á glæpi í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2016 23:28 Vísir/EPA Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Donald Trump mun í nótt taka opinberlega við tilnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni þeirra í komandi kosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hann ætlar að flytja í nótt, mun hann heita því að koma röð og reglu á Bandaríkin, stöðva glæpi og skapa störf. Fjölmiðlar ytra hafa komist yfir samantekt úr ræðu Trump, sem hann mun flytja á síðasta degi flokksþings Repúblikana í Cleveland í Ohio. Fundurinn hófst um klukkan hálf tólf en hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér að neðan.Þá er einnig hægt að fylgjast með umfjöllun BBC um fundinn. Í ræðu sinni mun Trump fjalla um skotárásir í Bandaríkjunum eins og þegar sex lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í byrjun mánaðarins. Þó mun hann ekki fara djúpt í málefnið. „Ég er með skilaboð til ykkar allra. Glæpirnir og ofbeldi sem hrjáir þjóð okkar í dag mun enda á næstunni.“ Þá mun Trump ræða um Hillary Clinton og segja að Bandaríkin séu óöruggari eftir að hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ræða hans mun að miklu leyti leggja línurnar fyrir kosningabaráttu hans næstu mánuði. Trump mun halda ræðu sína undir lok kvöldsins í Ohio.Trump olli miklu fjaðrafoki í dag þegar hann sagði að yrði hann kjörinn forseti væri mögulegt að hann myndi ekki standa við skuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart NATO. Hann myndi ekki endilega koma Eystrasaltslöndunum til varnar ef Rússar myndi gera innrás þar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27 Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00 Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ræðuhöfundur Trump biðst afsökunar Hún segist hafa boðist til að hætta í starfi sínu, en því hafi verið hafnað. 20. júlí 2016 17:27
Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Donald Trump hefur lagt undir sig bandaríska Repúblikanaflokkinn. Flestir áhrifamenn í flokknum fylkja sér að baki honum, mishikandi þó. Fulltrúar á landsþingi flokksins eru komnir saman til að útnefna Trump sem forsetaefni repúblikana í ko 20. júlí 2016 07:00
Cruz stendur á sínu "Ég hef ekki vanið mig á að styðja fólk sem ræðst gegn konu minni og föður.“ 21. júlí 2016 19:45