Handbolti

Jón Heiðar í Mosfellsbæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Heiðar er kominn í rauða búninginn.
Jón Heiðar er kominn í rauða búninginn. mynd/afturelding
Línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson hefur skrifað undir eins árs samning við Aftureldingu.

Jón Heiðar kemur frá ÍR þar sem hann hefur leikið undanfarin ár. Hann hefur einnig leikið með HK, Stjörnunni og FH auk þess sem hann lék um tíma í Frakklandi.

Jón Heiðar hefur verið ein styrkasta stoð ÍR-liðsins undanfarin ár en hann er gríðarlega öflugur varnarmaður.

Afturelding tapaði fyrir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í vor og Mosfellingar stefna á að berjast um alla þá titla sem í boði eru á næsta tímabili.

Auk Jóns Heiðars er markvörðurinn Kristófer Fannar Guðmundsson kominn til Aftureldingar og þá er Elvar Ásgeirsson klár í slaginn eftir að hafa misst af síðasta tímabili vegna krossbandsslita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×