Íslenski boltinn

Hvernig fór hann Almarr að því að klúðra þessu færi? | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Almarr Ormarsson svaf eflaust ágætlega í nótt en það var þó aðeins vegna þess sem gerðist eftir eitt mesta klúður ársins í Inkasso deild karla í fótbolta.

Almarr fór illa með frábært færi í fyrri hálfleik í 3-1 sigri KA á hans gömlu félögum í Fram.

Almarr Ormarsson spilaði á sínum tíma sex tímabil með Framliðinu og hefði átt að kannast vel við sig á Laugardalsvellinum. Það leit þó ekki út fyrir það í þessu dauðafæri.

Elfar Árni Aðalsteinsson gaf boltann þá út í teiginn og Almarr var einn fyrir opnu marki. Honum tókst þó á einhvern ótrúlegan hátt ekki að hitta markið.

Almarr Ormarsson náði sem betur fer hans vegna að skora annað mark KA-liðsins skömmu síðar og fagna síðan sigri með KA-mönnum í leikslok.

KA-liðið er í góðum málum með fimm stiga forystu á toppi Inkasso deildarinnar og búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum.

Dauðfærið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en hér fyrir neðan má síðan sjá öll mörkin í leiknum.

KA-menn sóttu þrjú stig í Laugardalinn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×