Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - KR 1-0 | Sögulegur sigur Víkinga Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2016 22:00 Tufegdzic og Gary Martin fagna sigurmarkinu. vísir/hanna Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Víkingum sögulegan sigur á KR. Þetta var fyrsti sigur Víkings á KR í Víkinni frá upphafi en byrjað var að spila í Traðarlandinu 1988. Víkingar hafa nú fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og eru komnir upp fyrir nafna sína frá Ólafsvík í 6. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsta tap KR-inga í deildinni undir stjórn Willums Þórs Þórssonar en þeir eru enn í 10. sætinu með 13 stig.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar skoruðu mark, og til að vinna fótboltaleik þarf maður að skora mark. KR var líklega betra liðið í leiknum en Víkingar sýndu að þú getur farið ótrúlega langt á baráttunni einni. KR-ingar héldu boltanum ágætlega og náðu oft að byggja upp ágætar sóknir en liðið verður að fara skora fleiri mörk. Það var greinilegt að leikmenn Víkings voru tilbúnir að deyja fyrir hvern annan í kvöld.Þessir stóðu upp úrRóber Örn Óskarsson var frábær í marki Víkinga í kvöld og varði oft á tíðum virkilega vel. Hann tók réttar ákvarðanir og stóð sig sérstaklega vel í kvöld. Kennie Knak Chopart var nokkuð sprækur í liði KR og það sama má segja um Óskar Örn Hauksson. Inni á miðjunni hjá Víkingum var Igor Taskovic kóngur í ríki sínu og stýrði liðinu eins og herforingi.Hvað gekk illa?KR-ingar þurfa alvarlega að skoða miðjuspilið sitt. Þeir Pálmi Rafn, Finnur Orri og Michael Præst ná einfaldlega ekki saman og það eyðileggur rosalega mikið fyrir sóknarleik þeirra. Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak fá litla þjónustu frá miðjunni, hvað þá maðurinn upp á topp. Svo vantar bara ákveðni fyrir framan markið hjá vesturbæingum.Hvað gerist næst?KR-ingar eru bara að fara í fallbaráttuslag við Þrótt, svo einfalt er það. Takist liðinu að vinna þann leik mun það líklega aldrei falla úr deildinni en þeir verða hreinlega að vinna. Víkingar fara í erfitt verkefni og mæta Stjörnumönnum sem hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu. Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: "Ég á Víkingi mikið að þakka“Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga.vísir/eyþór„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Milos: Gary er alltaf velkominn afturMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/anton„Ég er bara mjög ánægður og ánægður að fara í þetta tíu daga frí með þrjú stig á móti KR,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „KR-liðið er miklu betra en taflan sýnir en við þurftum bara að skora eitt mark og vissum hvernig þeir myndu spila. Við náðum ekki tökum á miðjunni og ég sagði bara við strákana að það væri allt í lagi ef þeir yrðu bara með boltann, svo lengi sem við fáum ekki á okkur mark.“ Hann segist vera sérstaklega ánægður með strákana í liðinu eftir kvöldið í kvöld. Víkingur barðist vel og hefur gert síðustu umferðir. „Þetta var ekki okkar besti fótboltaleikur í kvöld, alls ekki en ég er gríðarlega ánægður með þessi þrjú stig. Stundum vinnur þú ljóta leiki.“ Milos segist vera ánægður fyrir hönd Gary Martin og að hann sé mögulega á leiðinni til Lilleström. „Ég er þannig maður að ég vil hafa menn sem stefna hátt og ef þetta er rétta tækifærið fyrir hann, þá fer hann, ef ekki þá er hann velkominn aftur til baka til okkar.“ Willum: Ótrúlegt að ná ekki að skora í seinni„Það er alltaf svekkjandi að tapa en sjaldan jafn erfitt og í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir ná inn marki í fyrri hálfleik og þar vorum við ekki alveg nægilega vel á tánum. Við fengum fullt af færum og markvörðurinn þeirra átti stórleik.“ Hann segir að það hafi verið með ólíkindum að liðið hafi ekki náð að skora mark í seinni hálfleiknum, yfirburðirnir hafi verið það miklir. Eina mark leiksins skoraði Vladimir Tufegdzic og vildu margir meina að Stefán Logi hefði átt að verja það skot. „Ef þú myndir spyrja Stefán sjálfan þá er ég viss um að hann sé svekktur út í sjálfan sig. Þetta var samt ágætis skot en við eigum ekki að leyfa liðum að komast í þessa stöðu.“ Willum segir að Víkingsliðið hafi varist mjög vel undir lokin og verið mjög margir í vörn.Willum Þór er þjálfari KR.vísir/ernir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Víkingur bar sigurorð af KR í lokaleik 12. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Lokatölur 1-0, Víkingum í vil.Hanna K. Andrésdóttir, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vladimir Tufegdzic skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik og tryggði Víkingum sögulegan sigur á KR. Þetta var fyrsti sigur Víkings á KR í Víkinni frá upphafi en byrjað var að spila í Traðarlandinu 1988. Víkingar hafa nú fengið sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum og eru komnir upp fyrir nafna sína frá Ólafsvík í 6. sæti deildarinnar. Þetta var fyrsta tap KR-inga í deildinni undir stjórn Willums Þórs Þórssonar en þeir eru enn í 10. sætinu með 13 stig.Af hverju vann Víkingur ?Víkingar skoruðu mark, og til að vinna fótboltaleik þarf maður að skora mark. KR var líklega betra liðið í leiknum en Víkingar sýndu að þú getur farið ótrúlega langt á baráttunni einni. KR-ingar héldu boltanum ágætlega og náðu oft að byggja upp ágætar sóknir en liðið verður að fara skora fleiri mörk. Það var greinilegt að leikmenn Víkings voru tilbúnir að deyja fyrir hvern annan í kvöld.Þessir stóðu upp úrRóber Örn Óskarsson var frábær í marki Víkinga í kvöld og varði oft á tíðum virkilega vel. Hann tók réttar ákvarðanir og stóð sig sérstaklega vel í kvöld. Kennie Knak Chopart var nokkuð sprækur í liði KR og það sama má segja um Óskar Örn Hauksson. Inni á miðjunni hjá Víkingum var Igor Taskovic kóngur í ríki sínu og stýrði liðinu eins og herforingi.Hvað gekk illa?KR-ingar þurfa alvarlega að skoða miðjuspilið sitt. Þeir Pálmi Rafn, Finnur Orri og Michael Præst ná einfaldlega ekki saman og það eyðileggur rosalega mikið fyrir sóknarleik þeirra. Óskar Örn Hauksson og Kennie Knak fá litla þjónustu frá miðjunni, hvað þá maðurinn upp á topp. Svo vantar bara ákveðni fyrir framan markið hjá vesturbæingum.Hvað gerist næst?KR-ingar eru bara að fara í fallbaráttuslag við Þrótt, svo einfalt er það. Takist liðinu að vinna þann leik mun það líklega aldrei falla úr deildinni en þeir verða hreinlega að vinna. Víkingar fara í erfitt verkefni og mæta Stjörnumönnum sem hafa verið sjóðandi heitir að undanförnu. Gary Martin spenntur að vinna aftur með Rúnari: "Ég á Víkingi mikið að þakka“Gary Martin er búinn að skora fimm mörk fyrir Víkinga.vísir/eyþór„Þeir voru miklu betra liðið í kvöld, ég ætla ekki að fara neita því,“ segir Gary Martin, leikmaður Víkings, eftir sigurinn í kvöld. Gary lék mögulega sinn síðasta leik fyrir Víkinga í kvöld en hann fer til Lilleström á morgun og mun líklega verða lánaður til félagsins. „Ef andstæðingurinn skorar ekkert mark í leik, þá þarf bara eitt mark til að vinna leikinn. Þrjú stig eru þrjú stig og mér er alveg saman hvernig við gerðum það. Mér hefði verið sama ef ég hefði skorað tvö sjálfsmörk og fengið rautt, og við unnið.“ Gary segir að KR sé með frábært lið og eigi alls ekki að vera svona neðarlega í deildinni. „Fyrir mig er þetta enn topp þrjú lið og þess vegna eru þessi þrjú stig svona mikilvæg fyrir okkur.“Hittir fyrrum þjálfara Framherjinn er á leiðinni út til Noregs á morgun og hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, Rúnar Kristinsson. „Ég flýg út á morgun og svo sjáum við bara til hvað gerist. Það er komið tilboð í mig og Víkingur hefur samþykkt það. Ég hlakka til að hitta Rúnar, ég hef aldrei spilað betur en undir hans stjórn. Milos hefur samt sem áður gert mig að betri leikmanni og núna vinn ég meira með liðinu. Áður hugsaði ég bara um að skora mörk.“ Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna aftur með Rúnar sem þjálfaði hann hjá KR á sínum tíma. „Ég á bara sjálfur eftir að skrifa undir og ég mun fara út á morgun og skoða þetta vel. Ég ætla bara að fara út og skoða aðstæður, hitta liðið og æfa með þeim. Ég er spenntur fyrir þessu. Ef ég enda með að fara þangað þá verð ég að fá að tala aftur við ykkur fjölmiðlamenn hér á landi. Ég á Víkingi mikið að þakka og félagið hefur reynst mér alveg gríðarlega vel. Ég fékk annan séns hér í Fossvoginum,“ segir Gary Martin en Lilleström hefur boðið honum lánssamning með forkaupsrétt á leikmanninum eftir tímabilið. Milos: Gary er alltaf velkominn afturMilos Milojevic, þjálfari Víkinga.vísir/anton„Ég er bara mjög ánægður og ánægður að fara í þetta tíu daga frí með þrjú stig á móti KR,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, eftir leikinn. „KR-liðið er miklu betra en taflan sýnir en við þurftum bara að skora eitt mark og vissum hvernig þeir myndu spila. Við náðum ekki tökum á miðjunni og ég sagði bara við strákana að það væri allt í lagi ef þeir yrðu bara með boltann, svo lengi sem við fáum ekki á okkur mark.“ Hann segist vera sérstaklega ánægður með strákana í liðinu eftir kvöldið í kvöld. Víkingur barðist vel og hefur gert síðustu umferðir. „Þetta var ekki okkar besti fótboltaleikur í kvöld, alls ekki en ég er gríðarlega ánægður með þessi þrjú stig. Stundum vinnur þú ljóta leiki.“ Milos segist vera ánægður fyrir hönd Gary Martin og að hann sé mögulega á leiðinni til Lilleström. „Ég er þannig maður að ég vil hafa menn sem stefna hátt og ef þetta er rétta tækifærið fyrir hann, þá fer hann, ef ekki þá er hann velkominn aftur til baka til okkar.“ Willum: Ótrúlegt að ná ekki að skora í seinni„Það er alltaf svekkjandi að tapa en sjaldan jafn erfitt og í kvöld,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökum frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir ná inn marki í fyrri hálfleik og þar vorum við ekki alveg nægilega vel á tánum. Við fengum fullt af færum og markvörðurinn þeirra átti stórleik.“ Hann segir að það hafi verið með ólíkindum að liðið hafi ekki náð að skora mark í seinni hálfleiknum, yfirburðirnir hafi verið það miklir. Eina mark leiksins skoraði Vladimir Tufegdzic og vildu margir meina að Stefán Logi hefði átt að verja það skot. „Ef þú myndir spyrja Stefán sjálfan þá er ég viss um að hann sé svekktur út í sjálfan sig. Þetta var samt ágætis skot en við eigum ekki að leyfa liðum að komast í þessa stöðu.“ Willum segir að Víkingsliðið hafi varist mjög vel undir lokin og verið mjög margir í vörn.Willum Þór er þjálfari KR.vísir/ernir
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira