Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum Hallveig Ólafsdóttir og Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar