Aflaheimildir til eins fyrirtækis í Færeyjum Hallveig Ólafsdóttir og Karen Kjartansdóttir skrifar 27. júlí 2016 06:00 Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Færeyingar hafa hleypt af stokkunum tilraun með því að halda uppboð á mjög takmörkuðum hluta aflaheimilda sinna. Alls ekki er um það að ræða að allar aflaheimildir séu boðnar upp. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þessari tilraun hjá frændum okkar Færeyingum, en fyrstu fregnir gefa tilefni til að velta upp ýmsum spurningum. Færeyingar buðu t.d. upp 1.200 tonn af þorskkvóta í Barentshafi, ekki í færeyskri landhelgi. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt í uppboðinu að þessu sinni og niðurstaðan varð sú að annað þeirra, JFK Trol, fékk aflaheimildirnar. Það gerði fyrirtækið í krafti stærðar sinnar og situr nú eitt að öllum kvótanum sem var boðinn upp næsta árið. Þessi niðurstaða, að allar umræddar heimildir hafi endað hjá einu fyrirtæki í eitt ár, vekur ýmsar spurningar um kosti uppboðsleiðar. Á Íslandi er frjáls markaður með aflaheimildir. Innbyggt í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið með tryggum fiskveiðiréttindum er langtímahugsun í umhverfismálum tryggð, fyrirtæki geta skipulagt rekstur sinn og fjárfestingar til lengri tíma. Við þetta fyrirkomulag hafa byggst upp öflug og framsækin sjávarútvegsfyrirtæki um allt land sem veita þúsundum manna vinnu. Færeyingar ætla líka að bjóða upp 9.000 tonn af makrílkvóta. Á Íslandi er úthlutað 152.000 tonnum af makríl og fá 320 skip úthlutaðar aflaheimildir. Að baki þessum 320 skipum eru um 200 fyrirtæki á um 60 stöðum víðsvegar um landið. Á uppboði myndi líklegast fækka verulega í þessum hópi. Ekki er ólíklegt að einmitt smábátar og skip minni útgerða yrðu undir í slíku uppboði. Má því einnig velta því fyrir sér hvaða áhrif þessi leið hefur á starfsöryggi fólks. Það er mikilvægt að skoða í þaula hvaða áhrif uppboðsleið myndi hafa, áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar um að bylta því kerfi sem við höfum komið upp. Kerfi sem hefur vakið athygli um allan heim vegna þess hve miklu það skilar samfélaginu – því mesta sem gerist í heiminum miðað við greiningar OECD, um leið og það miðar að sjálfbærri og ábyrgri nýtingu auðlindarinnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar