Bað Rússa um að „hakka“ Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2016 16:34 Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira