Aðstoðarmaður fjármálaráðherra gegn sitjandi þingmanni í oddvitasæti Sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:41 Teitur Björn Einarsson er Flateyringur. Vísir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12