Aðstoðarmaður fjármálaráðherra gegn sitjandi þingmanni í oddvitasæti Sjálfstæðismanna Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 28. júlí 2016 10:41 Teitur Björn Einarsson er Flateyringur. Vísir Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, hyggst gefa kost á sér í oddvitasæti Norðvesturkjördæmis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Frá þessu greinir Teitur Björn á Facebook-síðu sinni og þá er einnig greint frá þessu á vestfirska fréttamiðilsins BB. „Ég er reiðubúinn að axla þá ábyrgð sem fylgir því að leiða listann og vera fulltrúi fólks á Alþingi og vil leggja mitt af mörkum við þá vinnu sem framundan er á næsta kjörtímabili,“ segir Teitur Björn. Hann er ættaður frá Flateyri, sonur fyrrum alþingismannsins Einars Odds Kristjánssonar og mágur Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Haraldur Benediktsson, núverandi alþingismaður, gefur kost á sér í sama sæti en Einar K. Guðfinnsson leiddi listann í kjördæminu fyrir síðustu þingkosningar. Hann gaf það út fyrr á árinu að hann ætlaði að hætta í stjórnmálum eftir áratugalanga þingsetu. Teitur sagðist í viðtali við BB setja tvö mál á oddinn; annars vegar að öll grunnþjónusta ríkisins sé viðunandi fyrir alla íbúa landsins og hins vegar uppbygging samfélagsinnviða. „Víða um land þarf að renna styrkari stoðum undir heilbrigðiskerfið og aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu svo að viðunandi sé,“ sagði Teitur. „Annað sem að ríkið verður að gera er að standa betur að uppbyggingu mikilvægra samfélagsinnviða. Þar á ég t.a.m. við samgöngur í víðum skilningi, fjarskiptamál eins og lagningu ljósleiðara og bætt rafmagns öryggi til þess að efla lífsskilyrði og öryggi íbúa og skilyrðin fyrir atvinnuuppbyggingu séu til staðar og þannig hægt að nýta tækifærin sem eru til staðar.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, gefur kost á sér í annað sæti listans.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Tengdar fréttir Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Sjá meira
Ung og ófrísk býður sig fram til forystu í Sjálfstæðisflokknum Framboð Þórdísar Kolbrúnar R Gylfadóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, boðar hugsanlega breytta tíma í stjórnmálum á Íslandi. 16. júní 2016 12:12