Skoða hvort banna eigi að byggja moskur fyrir erlent fé Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2016 10:20 Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands. Vísir/EPA Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist opinn fyrir því að stjórnvöld banni tímabundið að erlent fé verði notað til að byggja moskur í Frakklandi. Sú hugmynd er til skoðunar. Þá kallar hann eftir því að klerkar verði þjálfaðir í Frakklandi en ekki útlöndum. „Við þurfum að endurskoða og mynda nýtt samband við Íslam í Frakklandi," sagði Valls í viðtali við dagblaðið Le Monde. Hann sagði einnig að hann ætti von á fleiri hryðjuverkaárásum í Frakklandi. Valls og Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra, hafa orðið fyrir gagnrýni fyrir öryggismál eftir að ekki tókst að koma í veg fyrir þrjár stórar hryðjuverkaárásir á 18 mánuðum. Í ljós hefur komið að einn árásarmannanna tveggja sem myrtu prest í kirkju í vikunni var undir rafrænu eftirliti þar sem hann beið þess að fara fyrir dómara vegna hryðjuverkatengdar ákæru. Valls segir að það sýna fram á að dómarar þurfi að haga ákvörðunum sínum með tilliti til hvers máls fyrir sig. Yfirvöldum í Frakklandi hafði borist ábending á að hinn 19 ára gamli Abdel Malik Petitjean hafði lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið á samfélagsmiðlum, en þá var ekki vitað hvað hann hét. Ekki tókst að bera kennsl á hann fyrir árásina í vikunni. Hann var þó á vaktlista yfirvalda eftir að hafa reynt að ferðast til Sýrlands í júní. Um tíu þúsund nöfn eru á listanum. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segist opinn fyrir því að stjórnvöld banni tímabundið að erlent fé verði notað til að byggja moskur í Frakklandi. Sú hugmynd er til skoðunar. Þá kallar hann eftir því að klerkar verði þjálfaðir í Frakklandi en ekki útlöndum. „Við þurfum að endurskoða og mynda nýtt samband við Íslam í Frakklandi," sagði Valls í viðtali við dagblaðið Le Monde. Hann sagði einnig að hann ætti von á fleiri hryðjuverkaárásum í Frakklandi. Valls og Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra, hafa orðið fyrir gagnrýni fyrir öryggismál eftir að ekki tókst að koma í veg fyrir þrjár stórar hryðjuverkaárásir á 18 mánuðum. Í ljós hefur komið að einn árásarmannanna tveggja sem myrtu prest í kirkju í vikunni var undir rafrænu eftirliti þar sem hann beið þess að fara fyrir dómara vegna hryðjuverkatengdar ákæru. Valls segir að það sýna fram á að dómarar þurfi að haga ákvörðunum sínum með tilliti til hvers máls fyrir sig. Yfirvöldum í Frakklandi hafði borist ábending á að hinn 19 ára gamli Abdel Malik Petitjean hafði lýst yfir stuðningi við Íslamska ríkið á samfélagsmiðlum, en þá var ekki vitað hvað hann hét. Ekki tókst að bera kennsl á hann fyrir árásina í vikunni. Hann var þó á vaktlista yfirvalda eftir að hafa reynt að ferðast til Sýrlands í júní. Um tíu þúsund nöfn eru á listanum.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira