Stoltur af þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2016 06:00 vísir/anton Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira
Martin Lund Pedersen, sóknarmaður Fjölnis í Pepsi-deild karla í fótbolta, er stoðsendingahæstur í deildinni þegar tólf umferðum er lokið. Þessi öflugi Dani er búinn að leggja upp fimm mörk fyrir félaga sína auk þess að skora sjö sjálfur og fiska eitt víti og hefur því komið með beinum hætti að þrettán af 24 mörkum Fjölnisliðsins sem er, þvert á allar spár, í toppbaráttunni. „Þetta kemur mér aðeins á óvart en ég er stoltur af þessu því þetta er eitthvað sem ég er búinn að vera að vinna í. Það hefur verið markmið hjá mér að leggja upp fleiri mörk og því er mjög gaman að heyra þetta,“ segir Martin Lund í samtali við Fréttablaðið.Frjálst hlutverk Martin segist hafa verið hreinræktaður framherji upp yngri flokkana í Danmörku en þegar hann kom upp í meistaraflokk var hann færður á vinstri kantinn. Honum líkar það mjög vel, sérstaklega í kerfi Fjölnis, þar sem hann fær að leika lausum hala í sóknarsinnaðasta liði deildarinnar. „Ég má bæði koma inn á völlinn og halda breidd. Svo framarlega sem ég sinni mínu varnarhlutverki má ég gera eiginlega það sem ég vil,“ segir Daninn sem er upp með sér að vera sá stoðsendingahæsti þegar þetta mikið er búið af sumrinu. „Það er alltaf gaman að skora en stoðsendingar eru alveg jafn mikilvægar,“ segir hann. Martin Lund er með einni stoðsendingu meira en fjórir aðrir leikmenn. Þeir Gary Martin, Víkingi, Pablo Punyed, ÍBV, Kristinn Freyr Sigurðsson, Val, og Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni, eru allir búnir að gefa fjórar stoðsendingar, en þessa tölfræði heldur Fréttablaðið utan um. Sjö leikmenn eru svo búnir að gefa þrjár stoðsendingar. Þar má finna tvo samherja Martins Lund, en þeir Gunnar Már Guðmundsson og Birnir Snær Ingason hafa báðir lagt upp þrjú mörk líkt og KR-ingarnir Óskar Örn Hauksson og Morten Beck og Blikarnir Arnþór Ari Atlason og Árni Vilhjálmsson. Ævar Ingi Jóhannesson úr Stjörnunni er einnig með þrjár stoðsendingar eftir tólf umferðir í Pepsi-deildinni.Kíkir til Eyja og stefnir hærra Martin Lund er 25 ára gamall en hann kom til Fjölnis frá Horsens í Danmörku. Hann þurfti að fá að spila meira og vonaðist til að dvöl hans á Íslandi gæti komið honum lengra í boltanum. Frammistaðan í sumar ætti að vekja athygli. „Ég hef ekki heyrt um neinn áhuga, hvorki hér innanlands né að utan, en draumurinn er að komast hærra og spila í betri deild. Ein ástæða þess að ég kom til Íslands var að fá ný augu til að horfa á mig og vonandi opnar frammistaða mín í sumar einhverjar dyr,“ segir Martin Lund og bætir við: „Sjö mörk og fimm stoðsendingar nú þegar ætti að opna augu einhverra. Ég hef staðið mig ágætlega hingað til en það er mikið verk eftir óunnið.“ Fjölnir mætir næst ÍBV í Pepsi-deildinni og ætlar Martin að kynna sér aðstæður þar á Þjóðhátíð. „Við fáum einn frídag þannig að okkur langar að kíkja til Eyja og upplifa þessa hátíð. Myndböndin sem ég hef séð eru rosaleg. Ég kom líka til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og af hverju ekki að fara á Þjóðhátíð? Svo eigum við ÍBV í næsta leik þannig að þetta er fínn undirbúningur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Sjá meira