Aron Einar rétt slapp við að vera mesti síbrotamaðurinn á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 13:15 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, lét vissulega finna fyrir sér á Evrópumótinu í Frakklandi þar sem Íslands komst alla leið í átta liða úrslitin. Aron Einar var efsti maður á einum óvinsælum lista nær allt mótið en á endanum var íslenski landsliðsfyrirliðinni þó ekki sá leikmaður keppninnar sem braut oftast af sér á EM í Frakklandi. Íslenski víkingurinn rétt slapp við það að vera mesti síbrotamaður EM 2016. Það kom í ljós eftir úrslitaleik Portúgals og Frakklands á Stade de France í gær. Portúgalinn Joao Mário tók nefnilega efsta sætið af Aroni Einari en hann braut alls fimmtán sinnum af sér í Frakklandi eða einu sinni oftar en Aron Einar sem fékk dæmdar á sig fjórtán aukaspyrnur í fimm leikjum íslenska liðsins. Aron Einar fékk bara eitt gult spjald þrátt fyrir öll þessi brot og eina spjaldið hans kom í lok leiksins á móti Englandi í átta liða úrslitunum. Það verður nú að teljast gott hjá okkar manni að „komast upp með" svona mörg brot á EM án þess að enda í leikbanni. Aron Einar braut skynsamlega og á réttum tímum. Hann vann líka margar tæklingar og mörg návígi án þess að brjóta af sér. Aron Einar var algjör brimbrjótur á miðju íslenska liðsins og gríðarlega mikilvægur. Hann varð ennfremur heimsfrægur þegar hann fór fyrir víkingaklappinu í lok leikjanna.Þessir brutu oftast af sér á EM 2016: 1.Joao Mário, Portúgal 15 2. Aron Gunnarsson, Íslandi 14 3. Graziano Pellè, Ítalíu 13 4. Álvaro Morata, Spáni 12 5. Juraj Kucka, Slóvakíu 11 5. Shane Long, Írlandi 11 5. Birkir Bjarnason, Íslandi 11 5. Joe Allen, Wales 11 5. Paul Pogba, Frakklandi 11 5. Renato Sanches, Portúgal 11 5. Patrice Evra, Frakklandi 10Aron Einar Gunnarsson með íslenskum stuðningsmönnum eftir sigur á Englandi.Vísir/EPA
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Sjá meira