Rödd Norðurlanda þarf að heyrast Gylfi Arnbjörnsson og Elín Björg Jónsdóttir og Magnus Gissler skrifa 12. júlí 2016 07:00 Eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu síðustu ára hefur orðið æ flóknara að taka mikilvægar ákvarðanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og annarra alþjóðastofnana. Afleiðing þessa er að óformlegir fundir á milli leiðtoga G20 landanna öðlast sífellt meira vægi og mikilvægar ákvarðanir eru í reynd teknar á slíkum fundum áður en þær eru samþykktar með formlegum hætti á vettvangi alþjóðastofnana. Þær þjóðir sem ekki taka þátt í G20 samstarfinu þurfa því að sætta sig við að fylgjast með frá hliðarlínunni, að mestu leyti áhrifalausar. Þetta hlutskipti á einnig við um Norðurlönd, sem hvert fyrir sig uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að komast inn í þennan félagsskap. Umfjöllunarefnum G20-ríkjanna hefur einnig fjölgað, frá því að vera fyrst og fremst málefni af fjármálalegum toga til þess að taka til að mynda á niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytis og fjalla um atvinnumál, en atvinnumál verða einmitt umfjöllunarefni atvinnumálaráðherra G20-ríkjanna á fundi þeirra í Peking (11. til 13. júlí). Þar verða fulltrúar Norðurlanda fjarri góðu gamni. Norðurlönd hafa hins vegar allar forsendur til þess að leita eftir auknu samstarfi við G20. Þrátt fyrir að vera ekki margmenn – tæplega 26 milljónir íbúa – eru Norðurlönd til samans tólfta stærsta hagkerfi heimsins. Fyrir utan virka þátttöku í alþjóðasamstarfi, þar sem litið er á Norðulönd sem samstíga ríki sem oft hugsa eins, vilja það sama og greiða atkvæði með svipuðum hætti, þá búum við að sterku sameiginlegu milliríkjasamstarfi í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Á sama tíma má halda því fram að norræna módelið sé í tísku, það sýndi sig síðast í vorheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra Norðurlanda til Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er að ríkjum Norðurlanda er oft á alþjóðavettvangi lýst sem mjög samkeppnishæfum, árangursríkum og til eftirbreytni. Þar ríki röð og regla í fjármálum, ásamt blöndu af hagvexti, samkeppnishæfni og félagslegu öryggi. Þetta vekur forvitni annarra – líka þeirra í Hvíta húsinu. Utanríkisviðskipti gegna mikilvægu hlutverki í hnattvæddum heimi, einkum fyrir lítil og opin hagkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Norðurlandabúa. Við höfum sýnt og sannað að það er ekki aðeins unnt að sameina með árangursríkum hætti hagvöxt og samkeppnishæfni með alhliða velferðarsamfélagi og efnahagslegu jafnrétti, það er einnig æskilegt. Norræna líkanið hefur vakið athygli og aðdáun, meðal annars hjá OECD og World Economic Forum, fyrir að vera sveigjanlegt samfélagslíkan sem hefur betri forsendur til að takast á við kreppur og áföll en mörg önnur samfélagslíkön. Uppsprettu þessa sveigjanleika er að finna í hinni skipulögðu starfsemi verkalýðshreyfingarinnar, sem er vægast sagt mikilvægt púsl í hinu norrænu líkani. Á meðal óteljandi lista þar sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru í efstu sætum – t.d. þegar kemur að jafnrétti, bjartsýni og hamingju – er einn listi þar sem Norðurlönd skína eins og einmana stjarna á himinfestingunni og önnur lönd þurfa að líta til og fylgja. Í hinum frjálsa heimi erum við með langhæstu þátttöku vinnandi fólks í stéttarfélögum. Innan raða norrænu regnhlífarsamtanna okkar, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS) eru ríflega níu milljónir meðlima. Tveir af hverjum þremur launamönnum eru meðlimir í einhverju hinna 400 félaga sem finnast innan samtaka launafólks, samtaka opinberra starfsmanna og háskólafólks á Norðurlöndum. Belgar eru eina þjóðin með viðlíka þátttöku, þar er annar hver launamaður skráður í stéttarfélag. Það er sorgleg staðreynd að önnur lönd OECD eru langt undan í þessum samanburði. Það má því segja að verkalýðshreyfingin varði almannaheill á Norðurlöndum. Ábyrgðarkrafan er rík, jafnt hjá okkur sem hjá viðsemjendum okkar. Hryggjarstykkið í norræna líkaninu og í hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu er nefnilega samstarf á jafnræðisgrundvelli á milli sterkra sjálfstæðra aðila og samningaviðræður sem byggja á trausti, ábyrgð og raunsæi. Mikil þátttaka í verkalýðsfélögum hefur leitt til þess að vinnumarkaðslöggjöfin er ekki tiltakanlega umfangsmikil. Þess í stað er atvinnulífið stillt af í gegnum kjarasamninga og samkomulög sem innihalda allt frá launum og starfsþjálfun til endurhæfingar og eftirlauna. Gildistími samninga er mislangur en það er ófrávíkjanleg regla að á samningstímabilinu ríkir friður. Líkanið veitir atvinnuveitendum samningsrými og sveigjanleika en leggur líka grunninn að sjálfbærum og fyrirsjáanlegum vinnumarkaði þar sem atvinnuöryggi, samningsbundin laun og mannsæmandi vinnuaðstæður eru tryggð. Það sem skilur norræna líkanið, með sinni „léttu“ vinnulöggjöf og einföldu leikreglum, frá samfélagkerfum þar sem byggt er á þungri lagasetningu, er að norræn hagkerfi og norrænn vinnumarkaður eru sveigjanleg og auðstýranleg. Skipuleg launaþróun – sem stuðlar að aukinni framleiðni og auðveldar endurskipulagningu og breytingar – eykur getu ríkja okkar til að takast á við fjármálakreppur og kröfur um aukna samkeppnishæfni vegna alþjóðlegs þrýstings. Þetta er ein helsta ástæða þess að norrænum samfélögum auðnaðist að takast á við fjármálakreppuna með þeim hætti að eftir var tekið á alþjóðavettvangi og styrkti enn frekar jákvæðan orðstír Norðurlanda. Norræna líkanið er hins vegar ekki einungis til þess hannað að geta bara brugðist við samkeppni utan frá. Það er líka drifkrafturinn sem rekur samkeppnishæf Norðurlönd fram á við. Gott velferðarkerfi, almennt hátt menntunarstig, sanngjörn laun fyrir sómasamlega vinnu og gott sumarleyfi stuðla að kynjajafnrétti, almennu jafnrétti, hamingju og bjartsýni borgaranna. Þetta leggur grunninn að skapandi og afkastamiklu starfsfólki; því sama starfsfólki sem á endanum skapar samkeppnishæf fyrirtæki – og já, við erum líka á toppnum á þessum listum. Það var e.t.v. þess vegna sem Spotify tilkynnti í fyrra að allir starfsmenn fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum, skyldu hafa rétt á a.m.k. sex mánaða fæðingarorlofi? Það er langt síðan launafólk á Norðurlöndum öðlaðist þessi forréttindi og við í verkalýðshreyfingunni gleðjumst því yfir því að atvinnulífið sýnir viðleitni til þess að flytja út, ekki bara tónlist, heldur líka hluta af hinu norræna líkani. Við, fulltrúar norrænu verkalýðshreyfingarinnar, erum þó þeirrar skoðunar, að ef norræna líkanið á að geta orðið fyrirmynd annarra, þá getum við ekki lengur sætt okkur við að sitja á hliðarlínunni, vekja forvitni eða flytja út valda hluta líkansins. Við þurfum að vera til staðar í Peking og á komandi fundum G20-ríkjanna, í þeim tilgangi að geta þegar á frumstigi haft áhrif á mikilvægar alþjóðlegar ákvarðanir með þeim hætti að gildum okkar verði miðlað til umheimsins í gegnum sjálfbæran og sanngjarnar vinnumarkað án aðgreiningar. Þetta er kjarninn í norræna líkaninu og þetta gerir það að verkum að Norðurlönd eru mikilvæg rödd í G20. Við skorum því á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að leita þegar eftir áhrifum í G20. Heimurinn þarf á okkur að halda og við þurfum á heiminum að halda. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ Elín Björg Jónsdóttirformaður BSRB Magnus Gisslerframkvæmdastjóri NFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir hina alþjóðlegu fjármálakreppu síðustu ára hefur orðið æ flóknara að taka mikilvægar ákvarðanir innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og annarra alþjóðastofnana. Afleiðing þessa er að óformlegir fundir á milli leiðtoga G20 landanna öðlast sífellt meira vægi og mikilvægar ákvarðanir eru í reynd teknar á slíkum fundum áður en þær eru samþykktar með formlegum hætti á vettvangi alþjóðastofnana. Þær þjóðir sem ekki taka þátt í G20 samstarfinu þurfa því að sætta sig við að fylgjast með frá hliðarlínunni, að mestu leyti áhrifalausar. Þetta hlutskipti á einnig við um Norðurlönd, sem hvert fyrir sig uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að komast inn í þennan félagsskap. Umfjöllunarefnum G20-ríkjanna hefur einnig fjölgað, frá því að vera fyrst og fremst málefni af fjármálalegum toga til þess að taka til að mynda á niðurgreiðslum til jarðefnaeldsneytis og fjalla um atvinnumál, en atvinnumál verða einmitt umfjöllunarefni atvinnumálaráðherra G20-ríkjanna á fundi þeirra í Peking (11. til 13. júlí). Þar verða fulltrúar Norðurlanda fjarri góðu gamni. Norðurlönd hafa hins vegar allar forsendur til þess að leita eftir auknu samstarfi við G20. Þrátt fyrir að vera ekki margmenn – tæplega 26 milljónir íbúa – eru Norðurlönd til samans tólfta stærsta hagkerfi heimsins. Fyrir utan virka þátttöku í alþjóðasamstarfi, þar sem litið er á Norðulönd sem samstíga ríki sem oft hugsa eins, vilja það sama og greiða atkvæði með svipuðum hætti, þá búum við að sterku sameiginlegu milliríkjasamstarfi í gegnum Norrænu ráðherranefndina. Á sama tíma má halda því fram að norræna módelið sé í tísku, það sýndi sig síðast í vorheimsókn forsætis- og utanríkisráðherra Norðurlanda til Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Staðreyndin er að ríkjum Norðurlanda er oft á alþjóðavettvangi lýst sem mjög samkeppnishæfum, árangursríkum og til eftirbreytni. Þar ríki röð og regla í fjármálum, ásamt blöndu af hagvexti, samkeppnishæfni og félagslegu öryggi. Þetta vekur forvitni annarra – líka þeirra í Hvíta húsinu. Utanríkisviðskipti gegna mikilvægu hlutverki í hnattvæddum heimi, einkum fyrir lítil og opin hagkerfi. Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Norðurlandabúa. Við höfum sýnt og sannað að það er ekki aðeins unnt að sameina með árangursríkum hætti hagvöxt og samkeppnishæfni með alhliða velferðarsamfélagi og efnahagslegu jafnrétti, það er einnig æskilegt. Norræna líkanið hefur vakið athygli og aðdáun, meðal annars hjá OECD og World Economic Forum, fyrir að vera sveigjanlegt samfélagslíkan sem hefur betri forsendur til að takast á við kreppur og áföll en mörg önnur samfélagslíkön. Uppsprettu þessa sveigjanleika er að finna í hinni skipulögðu starfsemi verkalýðshreyfingarinnar, sem er vægast sagt mikilvægt púsl í hinu norrænu líkani. Á meðal óteljandi lista þar sem Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð eru í efstu sætum – t.d. þegar kemur að jafnrétti, bjartsýni og hamingju – er einn listi þar sem Norðurlönd skína eins og einmana stjarna á himinfestingunni og önnur lönd þurfa að líta til og fylgja. Í hinum frjálsa heimi erum við með langhæstu þátttöku vinnandi fólks í stéttarfélögum. Innan raða norrænu regnhlífarsamtanna okkar, Nordens Fackliga Samorganisation (NFS) eru ríflega níu milljónir meðlima. Tveir af hverjum þremur launamönnum eru meðlimir í einhverju hinna 400 félaga sem finnast innan samtaka launafólks, samtaka opinberra starfsmanna og háskólafólks á Norðurlöndum. Belgar eru eina þjóðin með viðlíka þátttöku, þar er annar hver launamaður skráður í stéttarfélag. Það er sorgleg staðreynd að önnur lönd OECD eru langt undan í þessum samanburði. Það má því segja að verkalýðshreyfingin varði almannaheill á Norðurlöndum. Ábyrgðarkrafan er rík, jafnt hjá okkur sem hjá viðsemjendum okkar. Hryggjarstykkið í norræna líkaninu og í hinni skipulögðu verkalýðshreyfingu er nefnilega samstarf á jafnræðisgrundvelli á milli sterkra sjálfstæðra aðila og samningaviðræður sem byggja á trausti, ábyrgð og raunsæi. Mikil þátttaka í verkalýðsfélögum hefur leitt til þess að vinnumarkaðslöggjöfin er ekki tiltakanlega umfangsmikil. Þess í stað er atvinnulífið stillt af í gegnum kjarasamninga og samkomulög sem innihalda allt frá launum og starfsþjálfun til endurhæfingar og eftirlauna. Gildistími samninga er mislangur en það er ófrávíkjanleg regla að á samningstímabilinu ríkir friður. Líkanið veitir atvinnuveitendum samningsrými og sveigjanleika en leggur líka grunninn að sjálfbærum og fyrirsjáanlegum vinnumarkaði þar sem atvinnuöryggi, samningsbundin laun og mannsæmandi vinnuaðstæður eru tryggð. Það sem skilur norræna líkanið, með sinni „léttu“ vinnulöggjöf og einföldu leikreglum, frá samfélagkerfum þar sem byggt er á þungri lagasetningu, er að norræn hagkerfi og norrænn vinnumarkaður eru sveigjanleg og auðstýranleg. Skipuleg launaþróun – sem stuðlar að aukinni framleiðni og auðveldar endurskipulagningu og breytingar – eykur getu ríkja okkar til að takast á við fjármálakreppur og kröfur um aukna samkeppnishæfni vegna alþjóðlegs þrýstings. Þetta er ein helsta ástæða þess að norrænum samfélögum auðnaðist að takast á við fjármálakreppuna með þeim hætti að eftir var tekið á alþjóðavettvangi og styrkti enn frekar jákvæðan orðstír Norðurlanda. Norræna líkanið er hins vegar ekki einungis til þess hannað að geta bara brugðist við samkeppni utan frá. Það er líka drifkrafturinn sem rekur samkeppnishæf Norðurlönd fram á við. Gott velferðarkerfi, almennt hátt menntunarstig, sanngjörn laun fyrir sómasamlega vinnu og gott sumarleyfi stuðla að kynjajafnrétti, almennu jafnrétti, hamingju og bjartsýni borgaranna. Þetta leggur grunninn að skapandi og afkastamiklu starfsfólki; því sama starfsfólki sem á endanum skapar samkeppnishæf fyrirtæki – og já, við erum líka á toppnum á þessum listum. Það var e.t.v. þess vegna sem Spotify tilkynnti í fyrra að allir starfsmenn fyrirtækisins, hvar sem er í heiminum, skyldu hafa rétt á a.m.k. sex mánaða fæðingarorlofi? Það er langt síðan launafólk á Norðurlöndum öðlaðist þessi forréttindi og við í verkalýðshreyfingunni gleðjumst því yfir því að atvinnulífið sýnir viðleitni til þess að flytja út, ekki bara tónlist, heldur líka hluta af hinu norræna líkani. Við, fulltrúar norrænu verkalýðshreyfingarinnar, erum þó þeirrar skoðunar, að ef norræna líkanið á að geta orðið fyrirmynd annarra, þá getum við ekki lengur sætt okkur við að sitja á hliðarlínunni, vekja forvitni eða flytja út valda hluta líkansins. Við þurfum að vera til staðar í Peking og á komandi fundum G20-ríkjanna, í þeim tilgangi að geta þegar á frumstigi haft áhrif á mikilvægar alþjóðlegar ákvarðanir með þeim hætti að gildum okkar verði miðlað til umheimsins í gegnum sjálfbæran og sanngjarnar vinnumarkað án aðgreiningar. Þetta er kjarninn í norræna líkaninu og þetta gerir það að verkum að Norðurlönd eru mikilvæg rödd í G20. Við skorum því á ríkisstjórnir Norðurlanda og Norrænu ráðherranefndina að leita þegar eftir áhrifum í G20. Heimurinn þarf á okkur að halda og við þurfum á heiminum að halda. Gylfi Arnbjörnssonforseti ASÍ Elín Björg Jónsdóttirformaður BSRB Magnus Gisslerframkvæmdastjóri NFS
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun