Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Jakob Bjarnar skrifar 12. júlí 2016 10:29 Könnun Útvarps Sögu hafa Þjóðfylkingarmenn til marks um mikinn meðbyr. Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin. Kosningar 2016 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Útvarpsstöðin Útvarp Saga efndi til skoðanakönnunar á vef sínum um fylgi flokka dagana 8. til 11. júlí og þar var langefst á blaði Íslenska þjóðfylkingin og mældist hún með 34 prósent.Kannski ekki þverskurður þjóðarinnar en samtÁ Facebook-síðu flokksins, sem hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi kosningum, er þessu tekið sem vísbendingu um mikinn meðbyr. Jón Valur Jensson, sem hefur verið virkur meðlimur flokksins sem og virkur álitsgjafi á Sögu, segir reyndar að trauðla verði því haldið fram að skoðanakannanir á vef Útvarps Sögu gefi rétta mynd af þverskurði þjóðarinnar.Hlustendur Arnþrúðar Karlsdóttur eru, samkvæmt einum þriðja, stuðningsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar.ekg„Þessi niðurstaða endurspeglar líklega afstöðu tölvuvæddra hlustenda þessarar útvarpsstöðvar. Vitað er, að vinstri flokkarnir hafa glatað miklu trausti meðal landsmanna, þótt Vinstri græn hafi sótt nokkuð á á ný að undanförnu. En ljóst er af ofangreindu, að meðal þátttakenda í þessari nýjustu könnun Útvarps Sögu verma gömlu vinstri flokkarnir botnsætin,“ segir Jón Valur bjartsýnn.Gegn skoðanakúgun og þöggunSamkvæmt könnuninni kemur Sjálfstæðisflokkurinn næstur með tæp 18 prósent, Framsóknarflokkurinn þá með rúm 12 prósent, Píratar með 10, Flokkur fólksins með tæp sjö, Viðreisn með 6, Samfylkingin er með rúm 3, VG tæp 3 prósent og aðrir minna.Grunnstefna ÍÞ og kennir þar ýmissa grasa.Formaður flokksins, Helgi Helgason, tekur undir með Jóni Val: „Síðustu kannanir á miðlum eins og þessum og Hringbraut gefa mjög sterkar vísbendingar um ágætt fylgi og hljómgrunn við málflutning okkar sem meðal annars er gegn skoðanakúgun og þöggun.“Hert innflytjendalöggjöfÍÞ hefur gefið út grunnstefnu og þar er meðal annars hert innflytjendalöggjöf boðuð, flugvöllurinn skal vera til frambúðar í Vatnsmýrinni, búrkur skulu bannaðar og því hafnað að moskur rísi á Íslandi. Þessi netkönnun Útvarps Sögu er reyndar ekki í nokkur einasta samhengi við aðrar kannanir sem gerðar hafa verið að undanförnu um fylgi stjórnmálaflokkanna, svo sem vikugamla könnun sem MMR – market and media resarch birti fyrir um viku en þá sú könnun tekur til dagana 27. júlí til 4. júlí. Þar kemst Íslenska þjóðfylkingin ekki svo mikið sem á blað. Hins vegar mælist Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi þar með ein tvö prósent. En, það er önnur saga. Sturla horfði að einhverju leyti til kannana Útvarps Sögu í forsetakosningunum, hvar hann fór með himinskautum, en það reyndist ávísun á vonbrigði; niðurstaða kosninga var ekki í nokkru samhengi við fyrirheitin sem þar voru gefin.
Kosningar 2016 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira