Stuðningsmenn Sturlu ráðvilltir, svekktir og sárir Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 10:31 Sturla var frambjóðandi lítilmagnans í þjóðfélaginu en veruleg vonbrigði eru nú meðal stuðningsmanna hans. visir/anton brink Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“ Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Þegar Facebook-síða Sturlu Jónssonar forsetaframbjóðanda, og stuðningsmannasíður hans eru skoðaðar má sjá að niðurstaða forsetakosninganna kemur stuðningsmönnum hans mörgum hverjum algerlega í opna skjöldu. Svo virðist sem hún hún sé ekki í nokkru samhengi við heimsmynd þeirra sem hann styðja. Og ýmsir telja hreinlega maðk í mysunni. Sturla hlaut 6.446 sem eru 3,5 prósent atkvæða. Víst er að Sturla og hans fólk gerði ráð fyrir talsvert meira fylgi en Sturla var fastur gestur á Útvarp Sögu sem lét sig þessar forsetakosningar miklu varða. Í skoðanakönnunum þar var algerlega fyrirliggjandi að slagurinn væri fyrst og fremst á milli Sturlu og svo Davíðs Oddssonar. Því þarf ekki að koma á óvart að niðurstaðan hafi valdið verulegum vonbrigðum í herbúðum Sturlu, það er ef veruleikaskyn þeirra er beintengt þeirri heimsmynd eins og hún birtist á Útvarpi Sögu.Ein af mörgum könnunum sem Útvarp Saga birti en þar lá fyrir að Sturla yrði ofarlega í baráttunni um Bessastaði, og ýmsir töldu að hann yrði næsti forseti lýðveldisins.Stórfurðuleg niðurstaðaÞó Sturla hafi reynt að leyna vonbrigðum sínum í kosningasjónvarpi í nótt þá brjótast þau út á netinu. Alda Jónsdóttir talar fyrir munn margra þegar hún lýsir furðu sinni á Fb-síðu Sturlu: „Þó ekki sé komnar síðustu tölur þá sýnist það vera svo stórfurðulegt að þau atkvæði sem manni hefði fundist líklegt að mundu koma í hlut Sturlu og hann hafi verið búinn að vinna fyrir hafi skilað sér eitthvað allt annað. Og ég get bara alls ekki ímyndað mér HVERT.“ Og svo annað dæmi sé nefnt er hér vitnað í annan stuðningsmann, Gísla Garðarsson: „get ekki botnað í vitleysunni í þessari kosningu.... að þetta skuli í alvörunni vera raunin.... en Sturla Jónsson ég sagði það áður en að þú bauðst þig fram að ef að Óli ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur þá værir þú eini maðurinn í verkið og ég held fast í þau orð, vona svo sannarlega að þetta sé ekki það síðasta sem maður sjái af þér í stjórnmálum hvort sem það er næstu kosningar eftir 4ár, þing kosningar eða hvað.“Kjörkassi með fölskum botni Og þegar niðurstaðan er ekki í nokkru samræmi við upplifun manna er eðlilegt að skýringa sé leitað: „Góðan daginn ágætu vinir og velunnarar hér á Facebook! Þá liggja úrslit forseta kosninga fyrir á landinu. Ég er með óbragð í munni. Takið eftir. Ég er með óbragð í munni eftir þessar kosningar. Mér finnst eitthvað gruggugt við þessi úrslit og því hvernig kosninga vélar flokkanna á Alþingi hafa malað og malað og malað,“ segir Valgeir Matthías Pálsson í upphafi ræðu sinnar. Hann er ósáttur. Og stuðningsmenn telja hreinlega maðk í mysunni. Halldór Gísli Sigurþórsson greinir frá eftirfarandi í athugsemdakerfi Sturlu: „Mér sem eftirlitsaðila fyrir Sturla Jónsson var ekki leyft að vera viðstaddur eftir lokun kjörstaðar í Hafnarfirði.“ Og þetta telja ýmsir í stuðningsmannaliði Sturlu benda til þess að brögð hafi verið í tafli. Halldór Gísli bætir við: „Ég fann einn kjörkassa með fölskum botni. Í því tilfelli var ekki verið að reyna að svindla en óvandað fólk hafði tækifæri til þess.“
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira