Sjónarvottar í Nice lýsa árásinni: „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júlí 2016 10:43 Einn af fórnarlömbum árásanna í Nice í gærkvöldi. vísir/getty Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“ Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Maciej Czarnecki er við tungumálanám í Nice. Hann sá þegar trukkurinn keyrði inn í mannfjöldann í miðborginni á miklum hraða í gærkvöldi en að minnsta kosti 84 létust í árásinni. Þá eru átján alvarlega særðir á gjörgæslunni. Talið er líklegt að um hryðjuverkaárás sé að ræða en enn hafa engin samtök lýst ábyrgðinni á hendur sér. „Við höfðum farið út í nokkra drykki og vorum á leiðinni niður á strönd þegar við vorum eiginlega stöðvuð af mannfjöldanum sem var að yfirgefa svæðið. Allt í einu, aðeins nokkrum metrum frá okkur, sáum við stóran hvítan sendiferðabíl,“ segir Czarnecki í samtali við Guardian.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice „Við heyrðum hljóðið þegar trukkurinn keyrði á fólkið, það var eins og tómt holhljóð. Fólk byrjaði að hlaupa burt í sjokki. Þegar ég var að labba til baka sá ég fólk hágrátandi á götunum á meðan verið var að leiða aðra í burtu.“ Anne Morris sá fólk flýja þar sem hún sat á bar í gamla bænum í Nice. „Hundruð manns hlupu framhjá barnum. Við náðum ekki neinu netsambandi svo enginn vissi hvað hafði gerst. Barinn lokaði og við fórum heim þar sem okkur hafði verið ráðlagt að vera ekki úti. Á leiðinni heim fékk ég sms um hvað hafði gerst. Þetta er hræðilega sorglegt. Chris sem er frá Edinborg er á leiðinni en hún hefur verið í fríi í Nice síðan á mánudag. Hún var ásamt maka sínum að horfa á flugeldana í gærkvöldi. „Við ákváðum að fara og fá okkur ís. Allt virtist í himnalagi þó að þegar ég líti til baka þá virðist það vera mjög skrýtið að bílar hafi verið að reyna að komast í gegnum mannþröngina. Það var einn bíll sem var að flauta alla og segja þeim að fara frá og ég hélt að bílstjórinn væri bara að vera dónalegur.“ Chris segir að svo hafi þau séð hundruð manna á hlaupum. „Mikil skelfing greip um sig og þetta var hryllilegt. Enginn virtist vita hvað var að gerast, fólk bara hljóp.“
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12 Árásarmaðurinn ekki á lista yfir hryðjuverkamenn Áttatíu og fjórir látnir. 15. júlí 2016 06:51 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Ólafur Ragnar sendir Hollande samúðarkveðjur Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur sent Francois Hollande Frakklandsforseta samúðarkveðju frá sér og íslensku þjóðinni vegna voðaverkanna í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. 15. júlí 2016 10:12