„Fyrir skömmu fylgdum við Íslendingar fótboltastrákunum okkar til hinnar fögru borgar Nice og nutum þar gestrisni heimafólks. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég öllum sem eiga um sárt að binda eftir hið hræðilega hryðjuverk gærdagsins. Ekkert getur réttlætt annan eins níðingsskap.“
Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice
Að minnsta kosti 84 létust í árásinni í gær og tugir eru særðir en maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda sem saman var kominn í miðborg Nice vegna hátíðahalda í tilefni þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins.