ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 16. júlí 2016 12:17 Húsleit var framkvæmd á heimili árásarmannsins. Vísir/Getty Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Samtök um Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á árásinni í Nice í fyrradag á hendur sér. Lögreglan í Nice handtók í gær og í morgun fimm einstaklinga í tengslum við árásina þar sem 84 létust og yfir 200 særðust. Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. Hann ók vöruflutningabíl seint á fimmtudagskvöld inn í mannhaf á breiðgötu í miðborg Nice þar sem fjöldi fólks, og barna, hafði komið saman til að fylgjast með flugeldasýningu í tilefni af Bastilludeginum, þjóðhátíðardegi Frakka. 84 létust í árásinni, þar af tíu börn, og yfir 200 slösuðust en þar af eru um fimmtíu enn á gjörgæslu. Bouhel starfaði sem bílstjóri og sendill og átti þrjú börn. Hann hafði áður komist í kast við lögin fyrir smávægileg afbrot, en var ekki á lista franskra yfirvalda yfir menn grunaða um að tengjast hryðjuverkasamtökum. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér. Segja þau að Bouhel hafi orðið við beiðni þeirra um að gera árásir á alla þá sem staðið hafi barist gegn samtökunum með loftárásum. Húsleit var gerð á heimili mannsins í gærmorgun og sagði saksóknari á svæðinu að þar hefðu fundist ýmis gögn sem kunna að koma sér vel við rannsókn málsins. Fyrrverandi eiginkona mannsins var handtekin í gærmorgun og annar maður með tengsl við hann síðar um daginn. Þrír aðrir sem sagðir eru tengjast manninum og skipulagningu árásarinnar í gær voru svo handteknir í morgunn af frönsku lögreglunni. Þriggja daga þjóðarsorg er í Frakklandi, og neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar sem afnema átti síðar í júlí hefur verið framlengt um þrjá mánuði.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16 Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
Íslendingur í Nice: „Þetta er allt mjög óraunverulegt“ Aníta Ýr Pétursdóttir segir fólk reyni að láta lífið ganga sinn vanagang eins og unnt er. 15. júlí 2016 12:16
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38