Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 21:35 Það er gífurlega mikilvæg ákvörðun hvern Hillary velur sem varaforsetaefni sitt og gæti skipt sköpum í keppninni um Hvíta húsið. Vísir/Getty Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00