Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 09:12 Melania Trump og Michelle Obama hafa sömu gildi í hávegum af ræðunum að dæma. Vísir/EPA Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira