Erlent

Trump fékk ekki leyfi frá Queen til að nota We Are The Champions

Birgir Olgeirsson skrifar
Forsetaefni Repúblikanaflokksins, Donald Trump, fékk ekki leyfi frá bresku sveitinni Queen til að nota We Are The Champions þegar hann mætti til leiks á landsþingi Repúblikanaflokksins í Cleveland í gærkvöldi.

Fjölmargir á samfélagsmiðlinum Twitter voru fljótir að benda á að söngvari sveitarinnar, Freddie Mercury heitinn, hefði líklegast verið á móti öllu því sem Trump stendur fyrir og að bandið sjálft hefði líklegast aldrei leyft Trump að nota lagið.

Það reyndist rétt því Queen birti yfirlýsingu á Twitter þar sem kemur fram að lagið hefði verið notað án leyfis.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Trump notar tónlist frá Queen án leyfis en í júní síðastliðnum tók Brian May, gítarleikari sveitarinnar, fram að hvorki hefði verið farið fram á eða fengið leyfi fyrir notkun á We Are The Champions á kosningafundum Trumps.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×