Lífið

Fyrrum eiginmaður dóttur Kurt Cobain vill gítarinn hans

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Francis og Isaiah á meðan allt lék í lyndi.
Francis og Isaiah á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty
Francis Bean Cobain dóttir Kurt Cobain úr Nirvana og Courtney Love skyldi nýverið við eiginmann sinn til tveggja ára. Svo gæti farið að skilnaðurinn verði henni dýrkeyptur því Isaiah Silva, maðurinn sem hún giftist, vill fá kassagítarinn sem pabbi hennar notaði á hinum frægu MTV unplugged tónleikum sem Nirvana gaf út á plötu. Gítarinn var einnig síðasta hljóðfærið sem Kurt spilaði á áður en hann framdi sjálfsmorð árið 1994.

Gítarinn umtalaði er aðdáendum Nirvana vel þekktur.Vísir/TMZ
Framleiddur í 300 eintökum

Um er að ræða afar sjaldgæfan gítar af gerðinni 1959 Martin D-18E sem aðeins var framleiddur í 300 eintökum. Talið er að gítarar af þessu tagi seljist á um eina milljón dollara - og það eru þau eintök sem ekki voru í eigu rokkarans fræga. Isaiah segir að Francis hafi gefið sér gítarinn en hún vill lítið kannast við það.

Francis og Isaiah Silva giftu sig árið 2014 eftir þriggja ára samband. Francis er í dag 23 ára gömul og berst nú fyrir því að fyrrum eiginmaður sinn hirði ekki hlut af þeim peningum sem hún erfði frá föður sínum. Athygli vekur að hún hefur samþykkt að greiða eiginmanni sínum „makastuðning“ sem er iðulega gert ef annar aðilinn er vel efnaður og börn eru í spilinu en þau eru barnlaus.

Fréttastofa TMZ greindi frá.

Hér má sjá Kurt Cobain munda gítarinn fræga í laginu Come as you are.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×