ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2016 14:15 Vísir/EPA Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Talið er að um þrjú þúsund konur og börn sem tilheyra minnihlutahópi Jasída séu í haldi vígamanna Íslamska ríkisins og séu notaðar sem kynlífsþrælar. Þrælarnir eru seldir með smáforritum í snjallsímum. Inn á meðal auglýsinga um ketti og vopn má finna auglýsingar eins og: „Hrein mey. Falleg. 12 ára gömul... Verðið er komið upp í 12.500 dali og hún verður brátt seld.“ Helstu forritin sem vígamennirnir notast við eru Telegram, Facebook og WhatsApp. Samtökin gera einnig út gagnagrunn þar sem sjá má myndir af konunum og nöfn eigenda þeirra. Það var gert svo erfiðara væri fyrir þær að flýja.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Þrátt fyrir að ISIS-liðar séu á hælunum víða í Írak og Sýrlandi hafa þeir hert gripið á þrælum sínum. Smyglarar sem verja tíma sínum í að bjarga konum og stúlkum úr haldi hafa verið ráðnir af dögum en þeir þeir höfðu verið að bjarga um 134 á mánuði að meðaltali. Í maí var sú tala komin niður í 39, samkvæmt yfirvöldum sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í Írak. AP fréttaveitan ræddi við hina 18 ára gömlu Lamiya Aji Bashar sem reyndi fjórum sinnum að flýja úr haldi ISIS, áður en henni tókst það í mars.Á flóttanum var hún með tveimur öðrum. Almas, sem var átta ára, og Katherine sem var tvítug. Smyglari var þá með þeim á flótta frá yfirráðasvæði ISIS og voru vígamenn á hælunum á þeim. Jarðsprengja varð á vegi þeirra og Almas og Katherine létu lífið. Lamiya er blind á hægri auganu og með stór og mikil ör eftir sprenginuna, en smyglarinn bjargaði lífi hennar. „Þótt ég hefði orðið blind á báðum augum, hefði flóttinn verið þess virði, þar sem ég lifði þá af.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnavæðir fjársvik til að refsa bláum ríkjum Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira