Lífið

Hringvegurinn á tæpum sex mínútum

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Þeir sem komast ekki í það að keyra hringinn í kringum landið í sumar þurfa ekki að örvænta. Nú er hægt að upplifa þjóðveginn á innan við sex mínútum. Það er til komið vegna þess að hljómsveitin Sigur Rós hefur látið klippa saman sólarhrings gjörning þeirra af RÚV, Route One, niður í myndband fyrir nýjasta lag þeirra Óveður.

Þar er hraðað ansi vel á atburðarásinni og stiklað á helstu viðburðum þess þegar bíll Ríkissjónvarpssins keyrði hringveginn með tónlist Sigur Rósar ómandi undir.

Í eina skiptið sem einhver meðlimur Sigur Rósar sést í myndbandinu er alveg í lokin. Þá keyrir bíllinn niður Laugaveginn þar til hann kemur að hjólahliðinu sem lokar þeim hluta þar sem göngugatan hefst. Þar sést svo Jónsi trítla að hliðinu og opna það. Bílinn fylgir honum svo þar til myndbandið endar.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en því var leikstýrt af Tómasi Erni Tómassyni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×