Mjólkursamsalan áfrýjar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2016 16:53 MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga. vísir/Pjetur Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS. Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) hyggst áfrýja ákvörðun Samkeppniseftirlitins um að sekta fyrirtækið fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á mjólkurvörumarkaði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Mótmælir fyrirtækið ákvörðun eftirlitsins. Er MS gert að greiða 480 milljón króna sekt vegna málsins. MS telur að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins byggi á rangri túlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga, auk þess sem rangar ályktanir séu dregnar um þau viðskipti sem til rannsóknar voru.Sjá einnig: MS sektað um hálfan miljarð vegna alvarlegra brota á samkeppnislögumMS bendir á að hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins sé undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins telur stjórnvaldið að miðlun MS á hrámjólk hafi fallið utan þess samstarfs sem búvörulög heimila. MS telur þá túlkun ekki standast skoðun og muni nú æðra stjórnvald nú skera úr um þetta. Þá mótmælir fyrirtækið upphæð sektarinnar og segir hana í „ engu samræmi við eðli hins meinta brots fyrirtækisins.“ Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins segir að MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu hráefnið á mun lægra verði, og að auki undir kostnaðarverði.Sjá einnig: Forstjóri MS segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlegaMS segir að ekki hafi verið um sambærileg viðskipti að ræða sem ekki sé hægt að leggja að jöfnu. Því telur fyrirtækið að það hafi ekki brotið samkeppnislög. „Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á hrámjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hrámjólkur milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn,“ segir í tilkynningu frá MS.
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31 Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Viðskipti innlent Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Viðskipti innlent Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Viðskipti innlent Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Viðskipti innlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Neytendur Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40
Ólafur í KÚ hyggst stefna MS: Krefst mörg hundruð milljóna í bætur Ólafur fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og segir ljóst að draga þurfi stjórnendur MS til ábyrgðar. 7. júlí 2016 14:31
Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Forstjóri MS er afar óhress með nýja niðurstöðu samkeppniseftirlitsins. 7. júlí 2016 14:05