Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 14:05 Ari vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar og segir úrskurðin byggja á einhvers konar öfugmælavísu. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40