Prinsinn og Jónas Sig opna Havarí Birgir Örn Steinarsson skrifar 30. júní 2016 16:19 Jónas Sig og Prins Póló leiða saman hesta sína. Vísir Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is. Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Á laugardag opnar Havarí sem er menningarmiðstöð hjónanna Svavars Péturs Eysteinssonar og Berglindar Hasler á sveitabænum Karlsstöðum í Djúpavogshreppi. Svavar er auðvitað flestum þekktur sem alter-egó sitt Prins póló og það er því við hæfi að opnunarhelgi miðstöðvarinnar verði skreytt tónleikum með honum. Hann verður þó ekki einn á ferð því Jónas Sigurðsson verður honum til halds og trausts á sviðinu á laugardagskvöldið. „Jónas er að snúa til baka úr sjálfskipaðri útlegð á Spáni. Hann hefur verið í kaffibindindi allan tímann og ætlar að rjúfa það hér á laugardaginn. Við erum með svo helvíti gott kaffi hérna nefnilega,“ segir Svavar sem unnið hefur hörðum höndum að því að innrétta hlöðu bæjarins upp á nýtt svo halda megi þar ýmsa menningarviðburði. „Við verðum bara tveir á laugardaginn. Við ætlum standa saman á sviði og hrista lög okkar einhvern veginn saman.“Svavar og Berglind hafa unnið dag og nótt við það að breyta hlöðu sveitabæjarins í menningarmiðstöðina Havarí.Vísir/Svavar PéturFullt veitingarleyfi fyrir 100 mannsHavarí er með fullt veitingaleyfi og verður því í senn kaffihús, skemmtistaður, veitingastaður, sýningarsalur fyrir listaverk og svo auðvitað nýr staður til tónleikahalds. Staðurinn er með leyfi fyrir 100 manns og er Prinsinn á fullu að setja saman dagskrá fyrir sumarið en reikna má með tónleikum þar frá FM Belfast, Markúsi Bjarnasyni og Páli Ragnari Pálssyni ásamt eistnesku söngkonunni Tui Hirv. „Hérna verður því ekki sveitaballafílingur af því leyti að hér verða ekki haldin flöskuböll, enda ekki þörf á því með opinn bar. Hér er líka veitingastaður sem leggur áherslu á steiktan og djúsi grænmetismat og þar eru Bulsurnar okkar í forgrunni.“ Fólk þarf því ekki að mæta með sitt eigið sveitasnakk, eins og landinn var oft kallaður í sveitinni hér í gamla daga. Eina sveitasnakkið á borðstólnum verður það sem Prinsinn og Berglind búa til sjálf úr rófum.Framhald af Havarí í Reykjavík„Þetta verður einhvers konar veitingastaður, menningarmiðstöð og viðburðarrými. Þetta verður einhvers konar framhald af því sem við vorum með hérna fyrir nokkrum árum síðan í miðbæ Reykjavíkur. Við dustuðum rykið af því nafni og þetta er í raun framhald af því. Hérna verða alls kyns uppákomur. Allt frá brúðkaupum, þorrablótum og ýmis konar gjörningum.“ Prinsinn tekur ekki fyrir það að einhvern tíma verði haldin tónlistarhátíð á Karlsstöðum enda sé þar nóg af túnum sem megi tjalda á. Í júlí ætlar hann svo að troða upp í Havarí á hverjum degi klukkan fjögur yfir vöfflukaffi. Miðar á tónleikana á laugardag eru til sölu á tix.is.
Tónlist Tengdar fréttir Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32 MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18 Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Sjá meira
Klósettpappírinn búinn? „Ekkert mál, ég læda slæda“ Prins Póló sendi frá sér nýtt lag í morgunn. Syngur m.a. um misheppnaða klósettför. 3. júní 2016 12:32
MC Póló krefst diskókúlu Þær eru misjafnar kröfur stjarnanna þegar kemur að tækjabúnaði. Prins Póló bað bara um einn hlut fyrir partý á Djúpavogi. 20. apríl 2016 16:18
Þýsk naumhyggja í nýju myndbandi Prins Póló Svavar Pétur komst að því, við gerð myndbandsins, að Þjóðverjar taka svo sannarlega hvíldardaginn heilagann. 12. apríl 2016 11:55