Handbolti

Anton búinn að semja við Valsmenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Anton skrifar undir samninginn með börnin sín í fanginu.
Anton skrifar undir samninginn með börnin sín í fanginu. mynd/valur
Handknattleikskappinn Anton Rúnarsson er kominn heim á nýjan leik og búinn að semja við uppeldisfélag sitt, Val.

Anton skrifaði undir þriggja ára samning við Hlíðarendafélagið.

Anton hefur síðustu fjögur ár spilað í Danmörku og Þýskalandi. Nú síðast með TV Emsdetten.

Þessi 28 ára gamli leikmaður var markahæsti leikmaður Vals leiktíðina 2011-12 áður en hann hélt utan.

„Ég er virkilega ánægður með þá niðurstöðu að snúa aftur á Hlíðarenda. Árin fjögur í atvinnumennskunni hafa verið mjög lærdómsrík og ég hlakka til að nýta mér það í Valstreyjunni á næstu árum,“ segir Anton í tilkynningu frá Valsmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×