Af hverju Guðna Th. sem forseta? Hörður J. Oddfríðarson skrifar 21. júní 2016 09:55 Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að kjósa Guðna þrátt fyrir að hann sé MR-ingur, hafi æft handbolta, stundað aðrar íþróttir, sé fráskilinn, eigi erlenda konu, eigi börn, sé úr Garðabænum, hafi góðan smekk á sokkum og fyrrverandi eiginkona hans sé hans helsti stuðningsmaður. Þó Guðni hafi búið erlendis, gengið í háskóla bæði hér heima og erlendis, sé glimrandi góður fræðimaður, alþýðlegur í allri framgöngu og blátt áfram, ætla ég að kjósa hann. Ég ætla að kjósa hann þó svo að meirihluti íslensku þjóðarinnar virðist ætla að gera það sama. Ég læt það ekki stöðva mig í að kjósa Guðna, að konan hans er sjálfstæður einstaklingur, vel menntuð og virðist vera þokkalega á jörðinni. Það hindrar mig ekki að kjósa Guðna, að hann búi yfir meiri þekkingu á forsetaembættinu en flestir sem ég þekki og hafi einstaka hæfileika að ná sambandi við það fólk sem hann talar við. Ekki dregur það úr löngun minni að kjósa Guðna þó hann hafi tekið þátt í umræðum og skrifað um ESB, Icesave eða þorskastríðin á yfirvegaðan og þroskaðan hátt, hafi verið kallaður til sem álitsgjafi í sjónvarpi af og til og að hann þyki góður og skemmtilegur kennari. Ég efast ekki um val mitt þó Guðni sé fljótur að setja sig inn í málefni þeirra sem hann á samskipti við né heldur efast ég þó hann virðist útsjónarsamur og hugsandi persóna. Ekki heldur þó hann sé skemmtilegur, hafi húmor og ærslist stundum meðal vina, ég ætla samt að kjósa hann. Þó Guðni virðist vera víðsýnn einstaklingur sem hefur sjálfstæðar skoðanir og komi vel fram í fjölmiðlum, vel ég að kjósa hann. Val mitt haggast ekki þó ég geti ekki fullyrt að Guðni sé ekki gallalaus og ekki dýrðlingur og líklega mannlegur. Eins og fram kemur af upptalningunni hér að framan ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson í embætti Forseta Íslands. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er í mínum huga langbesti kosturinn fyrir embættið, hann talar fyrir fordómalausu samfélagi, hann hefur áhuga á því sem þjóðin er að gera og hann er alþýðlegur í allri sinni framgöngu. Ég ætla að kjósa Guðna vegna þess að hann er venjulegur maður sem setur sig ekki á stall. Vegna þess að ég hef kynnt mér manninn og það sem hann vill standa fyrir. Ég tel að íslenska þjóðin þarfnist einstaklings í forsetaembættið sem er jarðbundinn, vel menntaður og víðsýnn, vel máli farinn, silgdur, heiðarlegur, getur talað máli þjóðarinnar bæði út á við og inn á við og er umvafinn ástríki og hlýju. Þess vegna ætla ég að kjósa Guðna Th. Jóhannesson og hvet ykkur hin til að gera slíkt hið sama.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun