Ég kýs Andra Snæ Þórður Helgason skrifar 21. júní 2016 11:38 Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög. Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa. Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg. Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn. Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða. Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum. Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta. Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ. Þess vegna kýs ég Andra Snæ.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun