Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 18:00 Mario Gomez fagnar marki sínu. Vísir/EPA Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira