Eitt mark nægði Þjóðverjum en hjálpaði ekki íslenska liðinu | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2016 18:00 Mario Gomez fagnar marki sínu. Vísir/EPA Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, hélt sínu liði á floti í dag í 1-0 tapi á móti heimsmeisturum Þjóðverja í lokaleik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi. Mario Gomez fékk tækifærið í byrjunarliðinu hjá Þjóðverjum og skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. McGovern varði síðan allt annað sem kom á markið auk þess að boltinn skall einnig í marksúlunum á bak við hann. Markið dugði Þjóðverjum til að vinna riðilinn því Póllandi vann "bara" 1-0 sigur á Úkraínu á sama tíma. Bæði liðin enda með sjö stig en þýska liðið er með einu marki betra í markatölu. Hefðu Þjóðverjar náð að nýta eitthvað af öllum dauðafærum sínum og unnið með tveggja marka mun þá hefði það verið öruggt að jafntefli á móti Austurríki myndi duga íslenska liðinu til að komast í sextán liða úrslitin. Það fór hinsvegar ekki þannig en nái íslenska liðið bæði að skora og ná í stig á morgun þá verða strákarnir alltaf fyrir ofan Norður-Írland og Albaníu og þar með væri liðið með öruggt sæti í sextán liða úrslitunum. Þjóðverjar voru í stórsókn frá upphafsflauti og yfirburðirnir skiluðu liðinu fullt af færum. Mesut Özil, Thomas Müller og Mario Götze voru allir nálægt því að skora. Michael McGovern, markvörður norður-írska liðsins, varði þrisvar sinnum frábærlega frá þýsku leikmönnunum á fyrstu tuttugu mínútunum. Thomas Müller skoraði ekki í tveimur fyrstu færunum og hann hefði getað verið komið með þrennu sjálfur í leiknum þegar hann lagði upp mark fyrir Mario Gomez eftir hálftíma leik. Thomas Müller átti meðal annars tvö skot í tréverkið og þýska liðið var með algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum, var 75 prósent með boltann og reyndi 14 skot í hálfleiknum. Svipaða sögu var að segja af seinni hálfleiknum, Michael McGovern var áfram vakandi í markinu og norður-írska liðið barðist allt til enda. Þjóðverjarnir náðu ekki að koma boltanum aftur í markið og það að vera ekki með neikvæða markatölu gæti vissulega hjálpað norður-írska liðinu í baráttunni um að vera eitt af fjórum bestu liðunum sem enda í þriðja sæti í sínum riðli.MARK! Mario Gómez skorar fyrir Þýskaland! 1-0. #NIR #GER #EMÍsland https://t.co/XHjCbZPj6x— Síminn (@siminn) June 21, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira