Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 14:37 Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé "fulltrúi valdaklíkunnar.“ Vísir/Ernir „Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
„Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Áhyggjuefni hversu mörg börn hafa stöðu sakbornings í ofbeldismálum POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35